Sum 41 leggur upp laupana

Hljómsveitin Sum 41 hefur ákveðið að láta af störfum eftir …
Hljómsveitin Sum 41 hefur ákveðið að láta af störfum eftir 27 ár saman.

Kanadíska popp-pönk hljómsveitin Sum 41, tilkynnti í dag á Twitter að liðsmenn sveitarinnar hefðu ákveðið að láta af störfum eftir 27 ár saman.

Hljómsveitin er einna þekktust fyrir lögin „Fat Lip“ og „In Too Deep“ og var hluti af sömu popp-pönk tónlistarhreyfingu og Blink-182, Good Charlotte, Simple Plan og Avril Lavigne.

Hljómsveitin hóf samstarf árið 1996, en tónlist hennar var meðal annars leikin í vinsælum kvikmyndum snemma á þessari öld, þar á meðal „Spider-Man,“ „Dude, Where's My Car? og „Bring it On“.

Þakka aðdáendum stuðninginn

Ekki kom fram í tilkynningunni hvers vegna leiðir hljómsveitarfélaganna fimm skilur að sinni. Hins vegar sagði í tilkynningunni að þeir hygðust klára tónleikaferðalag sitt „Heaven :x: Hell“ og að þeir myndu ljúka samstarfinu með kveðjutónleikaferðalagi. 

„Að vera hluti af Sum 41 frá árinu 1996 hefur gefið okkur sum bestu augnablik ævi okkar. Við erum ævinlega þakklátir aðdáendum okkar, gömlum sem nýjum, sem hafa ávallt stutt okkur. Það er erfitt að koma orðum að því að lýsa hversu mikla ást og virðingu við berum til ykkar allra og við vildum að þið heyrðuð fregnirnar frá okkur,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach