Ísland gæti komist áfram í úrslitakeppni Eurovision-söngvakeppninnar ef marka má útgönguspá eftir seinna búningarennsli seinni undankeppninnar.
ESCxtra.com stóð fyrir kosningu eftir rennslið í kvöld og birtust niðurstöður fyrir skömmu.
Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands, lenti í níunda sæti í kosningunni og myndi sá árangur í kvöld tryggja henni farmiða í úrslitakeppni Eurovision.
Austurríki, Belgía og Ástralía voru vinsælustu löndin á meðal áhorfenda í kvöld en alls greiddu 2.525 atkvæði.
Diljá hlaut þó aðeins 66 atkvæði, en þó einu fleira en Reiley, fulltrúi Danmerkur.