Steinunn Björk Bragadóttir
skrifar frá Liverpool
Veðbankar misreiknuðu sig með aðeins eitt land í seinni undankeppninni. Georgíu var spáð áfram en í staðin komst Albanía áfram.
Veðbankar höfðu hins vegar rétt fyrir sér með öll hin níu löndin. Því miður höfðu veðbankar rétt fyrir sér með að Ísland kæmist ekki áfram.
Eftir flutning Diljár flaug Ísland þó upp í tólfta líklegasta lagið til að komast áfram, úr því fjórtánda. Á laugardaginn verða nánari úrslit tilkynnt og fáum við því að sjá í hvaða sæti Ísland endaði.