Selenskí fær ekki að ávarpa Evrópu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Hannah Waddingham, einn af kynnum …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Hannah Waddingham, einn af kynnum Söngvakeppninnar í ár. Samsett mynd

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fær ekki að ávarpa áhorfendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU.

Þar segir að EBU geti því miður ekki orðið við beiðni Selenskís um að ávarpa áhorfendur Söngvakeppninnar, þó hún hafi verið borin fram af göfugum ásetningi. „Því það myndi vera gegn reglum viðburðarins.“

Er þar vitnað í reglur sem segja til um að einn af hornsteinum keppninnar frá upphafi sé að hún sé ekki pólitísk í eðli sínu.

Það komi í veg fyrir að pólitískar yfirlýsingar séu hluti af keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan