Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fær ekki að ávarpa áhorfendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU.
Þar segir að EBU geti því miður ekki orðið við beiðni Selenskís um að ávarpa áhorfendur Söngvakeppninnar, þó hún hafi verið borin fram af göfugum ásetningi. „Því það myndi vera gegn reglum viðburðarins.“
Er þar vitnað í reglur sem segja til um að einn af hornsteinum keppninnar frá upphafi sé að hún sé ekki pólitísk í eðli sínu.
Það komi í veg fyrir að pólitískar yfirlýsingar séu hluti af keppninni.