Bretar furðu lostnir yfir slæmu gengi í Eurovision

Mae Muller á stóra sviðinu í M&S Bank Arena.
Mae Muller á stóra sviðinu í M&S Bank Arena. AFP

Eftir góða frammistöðu í Eurovision síðasta ári furða Bretar sig nú á því að vera komnir aftur á kunnuglegar slóðir í ár en þeir lentu í 25. sæti af 26 með laginu I wrote a Song í flutningi Mae Muller.

Bretar hafa ekki riðið feitum hesti frá Eurovision síðustu tvo áratugi en breyting varð þar á í fyrra þegar þjóðin hafnaði í öðru sæti með laginu Space Man í flutningi Sam Ryder. Bretar voru gestgjafar keppninnar í ár sem fór fram í Liverpool-borg.

Vinsælt heima fyrir

I wrote a song naut nokkurra vinsælda heima fyrir í aðdraganda keppninnar og því mættu Bretar kokhraustir til leiks á heimavelli og vonuðust eftir svipuðu gengi og árið áður. Sú varð ekki raunin.

Í frétt BBC um málið er nokkrum mögulegum ástæðum velt upp. Þar á meðal offramboði á poppsöngvum kvenna. Í mörgum tilfellum voru lögin auk þess tilkomumeiri eins og er talið hafa verið hjá Loreen í sigurframlagi hennar, Tattoo.

Þá er einnig þeirri tilgátu velt upp hvort lagið sé of breskt fyrir ástralska, evrópska og ísraelska áhorfendur. Mögulega tengja aðrar þjóðir ekki vel við hinn breska húmor og kaldhæðni sem er boðið upp á í laginu.

Gestgjafar almennt í vandræðum

Þá er litið til útfærslu atriðisins og sviðsetningu. Mögulega var söngrödd Muller of lágt hljóðblönduð og sjónvarpsupptakan ekki til þess fallin að draga fram það besta í söngkonunni.

Gestgjafar hafa sömuleiðis að jafnaði ekki átt góðu gengi að fagna í keppninni og vísað til gengis Portúgals í keppninni 2018 í því samhengi. Ári eftir að hafa unnið keppnina í fyrsta sinn 2017 endaði Portúgal í því síðasta.

Það er alltaf hægt að líta til næsta árs og Bretar geta huggað sig við það að þeir komast alltaf beint á úrslitakvöldið og þurfa ekki að keppa í undankeppninni sem lék Diljá grátt í ár.

Bretar voru vongóðir um þeir gætu endurtekið leikinn frá því …
Bretar voru vongóðir um þeir gætu endurtekið leikinn frá því í fyrra þegar þeir lentu í öðru sæti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka