Neitar að flytja úr Royal Lodge

Andrés prins situr sem fastast.
Andrés prins situr sem fastast. AFP

Andrés prins hefur verið gert að flytja út úr Royal Lodge. Hann hefur búið þar ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Söruh Ferguson síðustu tuttugu árin en nú vill Karl III. kóngur að hann minnki við sig og flytji í Frogmore Cottage þar sem Harry og Meghan bjuggu um stund enda ekki lengur starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar.

„Hann er mjög viðkvæmur. Hann neitar að hitta fólk. Þetta hefur verið hans heimili síðustu tuttugu árin. Er það í rauninni skynsamlegt að láta hann flytja?“ er haft eftir vini Andrésar en talið er líklegt að Katrín og Vilhjálmur fái húsið sem er töluvert stærra en þar sem þau nú búa. 

„Hann hefur áhyggjur af því að Karl muni taka þessi mál föstum tökum nú þegar krýningin er afstaðin. Hann er meira að segja hræddur um að þeir láti loka á rafmagnið til þess að fá hann út úr húsinu.“

Þá er sagt að Andrés sé særður að Karl vilji ekki ræða þessi mál í eigin persónu.

„Það hlýtur að vera hægt að fara öðruvísi að málum. Þeir þurfa að setjast niður og ræða málin,“ segir vinur Andrésar.

Aðrir benda á að konungsveldið sé rekið eins og fyrirtæki og að það þurfi sífellt að skera niður og gæta að kostnaði. Það skjóti því skökku við að maður sem er ekki í starfi skuli fá að búa í mjög dýru og stóru húsi en Royal Lodge er 30 herbergja setur.

Konungsfjölskyldan hefur markvisst forðast Andrés eftir að hann varð bendlaður við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Andrés prins fékk þó að vera í hátíðarskikkju við krýningu Karls en vildi þar að auki vera myndaður við tilefnið. „Honum var mikið í mun að tími gæfist til þess að ná mynd af sér með fjölskyldunni til að skrásetja þátttöku sína í krýningunni en það er ólíklegt að sú mynd verði nokkurn tímann gerð opinber,“ segir heimildarmaður.

 

Andrés prins við krýningu bróður síns Karls III. kóngs.
Andrés prins við krýningu bróður síns Karls III. kóngs. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar