„Fjölkær norn – hvað gæti klikkað?“

Albert og Gabriel kynntust á Íslandi og hafa búið sér …
Albert og Gabriel kynntust á Íslandi og hafa búið sér heimili hér. mbl.is/Eyþór

Albert var í opnu fjölkæru sambandi þegar þeir Gabriel kynntust. Þegar hann hugsar til baka var það kannski ekki ákjósanlegt, þó eitthvað gott hafi komið út úr því. Gabriel segir að Ísland sé lítið en homma-Ísland enn minna og þeir hafi rekist hvor á annan í nokkurn tíma áður en þeir byrjuðu að hittast af alvöru.

Albert bauð Gabriel í göngutúr og eftir að hafa kynnst lítið eitt hugsaði Gabriel með sér: „Ok, ég gef þessum gaur séns. Fjölkær norn – hvað gæti klikkað?“

Þeir Albert og Gabriel hafa unun af náttúrunni og fara …
Þeir Albert og Gabriel hafa unun af náttúrunni og fara gjarnan í göngutúra. Ljósmynd/Aðsend

Fluttu til Íslands án mikillar umhugsunar

Al­bert Björn Shiell er 29 ára Eng­lend­ing­ur sem ólst upp í hafn­ar­borg­inni Bright­on á suður­strönd Eng­lands. Hann kom fyrst til Íslands fyr­ir um átta árum sem ferðamaður en vissi af landinu vegna áhuga síns á galdra- og náttúrutrú. Hann féll kylliflatur fyr­ir bæði landi og þjóð.

Kær­asti Al­berts, Gabriel Marling Ri­deout, er 23 ára gam­all Svíi sem ólst upp í Stokk­hólmi. Gabriel er nú­tíma­dans­ari sem eft­ir að hafa lokið grunn­námi á fram­halds­skóla­stigi í fag­inu hóf leit að hent­ugu fram­halds­námi utan Stokk­hólms og endaði í Reykja­vík.

Al­bert get­ur hugsað sér að búa hér það sem eft­ir er æv­inn­ar en Gabriel vill á einhverjum tímapunkti fara aft­ur til Svíþjóðar. Þeir vilja þó báðir hafa að minnsta kosti ann­an fót­inn á Íslandi í framtíðinni.

Mbl.is leit í heim­sókn til þessa áhuga­verða pars.

„Leiður á baslinu í Brighton“

Þeir Albert og Gabriel búa í risíbúð í fallegu gömlu húsi í miðborginni. Það marrar í bröttum tröppunum á leiðinni upp þröngan stigaganginn. Parið tekur brosandi á móti blaðamanni og bjóða honum inn fyrir.

Við komum okkur fyrir í nokkuð dæmigerðu eldhúsi í íbúð á borð við þessa. Það er frekar lítið en afskaplega snyrtilegt þar sem plöntur eru áberandi eins og víðar í þeirra húsakynnum. Það eru einhver undarleg óhljóð í ísskápnum en við látum þau ekki á okkur fá.

Talið berst að Alberti og hans mikla áhuga á Íslandi. Hann segist hafa heimsótt Ísland á ný vorið 2017 og í þeirri ferð segist hann hafa skráð sig til heimilis í Reykjavík. „Ég var fluttur til landsins þremur vikum síðar,“ segir hann glaðlega.

Hann segist lengi hafa haft mikinn áhuga á grasafræði og grasalækningum. Þaðan þróaðist áhugi hans út í töfra- og huglækningar fyrri tíma. „Þannig vissi ég af Íslandi og þá hefur mér þótt saga landsins heillandi. Ég kom fyrst hingað um miðjan vet­ur og veðrið var hræðilegt en mér leið vel hér og var strax ákveðinn í að setj­ast að,“ seg­ir Al­bert og hlær.

„Ég var ekki nógu ánægður á Englandi. Ég var orðinn leiður á baslinu í Brighton og var ósáttur við breska íhaldsflokkinn sem hafði verið við stjórnvölinn síðan árið 2010. Albert er í fjögurra bræðra hópi og þar sem ekki voru alltaf til miklir peningar á heimilinu þurfti hann að vinna fyrir sér og sínu fólki. „Ég þurfti hreinlega að komast burt.“

Albert hefur lengi hafa haft mikinn áhuga á grasafræði og …
Albert hefur lengi hafa haft mikinn áhuga á grasafræði og grasalækningum en þaðan þróaðist áhugi hans út í töfra- og huglækningar fyrri tíma. Samsett mynd

Með 29 þúsund fylgjendur á Instagram

Albert er hug­fang­inn af ís­lensk­um og nor­ræn­um göldr­um og galdra­trú og er óðum að skapa sér nafn inn­an galdra­trú­ar­heims­ins. Hann er með rúmlega 29 þúsund fylgjendur á Instagram og lauk nýlega við að skrifa bók um ís­lenska jurta­galdra sem gef­in var út af bóka­út­gef­and­an­um Crossed Crow Books í Chicago í Banda­ríkj­un­um.

Al­bert seg­ist ekki hafa neina form­lega mennt­un í fræðunum en hann hef­ur grúskað í alls kyns upp­lýs­ing­um í gegn­um tíðina. Seg­ir hann bók­ina vera sam­an­safn af þeim upp­lýs­ing­um sem hann hef­ur viðað að sér á síðasta ein­um og hálf­um ára­tugn­um. Þá hef­ur hann tekið að sér kennslu á vefnám­skeiðum þar sem hann hjálp­ar fólki að hag­nýta sér það sem nátt­úr­an hef­ur upp á að bjóða.

Hann seg­ir að galdra- og nátt­úru­trú­ar­sam­fé­lagið hafi mest sam­skipti á net­inu. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að frétta af mér í þess­um heimi og kannski get ég einn dag­inn búið mér til fullt starf í kring­um þetta. Von­andi gæti ég til dæm­is unnið við að skrifa bæk­ur all­an dag­inn um þetta efni,“ seg­ir hann.

„Þú ert orðinn svona galda­áhrifa­vald­ur,“ skýt­ur Gabriel inn í og glott­ir. „Ég þoli ekki þá skil­grein­ingu,“ seg­ir Al­bert og þeir hlæja báðir.

„Aldrei komið til landsins þegar ég flutti“

Þá berst talið að Gabriel og hvað varð til þess að hann endaði í BA-námi í nútímadansi í Reykjavík.

„Mér var bent á Lista­há­skóla Íslands sem átti að vera mjög góður,“ segir Gabriel. Þá segir hann að fyrsta hugs­un sín hafi verið: „Hvers vegna Ísland?“ en svo skoðaði hann skól­ann bet­ur og ákvað að sækja um. Honum líkaði inn­töku­ferlið en skólinn hélt pruf­ur í Stokk­hólmi.

„Ég varð fljótt spennt­ur fyr­ir þessu æv­in­týri en ég hafði ekki séð skól­ann og aldrei komið til lands­ins þegar ég flutti hingað haustið 2019,“ seg­ir Gabriel sem út­skrifaðist með BA-gráðu í nú­tíma­dansi síðasta sum­ar.

Gabriel er fæddur í London á Englandi en ólst upp í Stokkhólmi. Foreldrar hans eru leikarar og leikstjórar og hann á eina yngri systur sem er dansari líkt og hann sjálfur. Hann vinnur að því að koma undir sig fótunum sem atvinnudansari og er tiltölulega nýkominn frá Tékklandi þar sem hann fékk tækifæri til að dansa í tékknesk-íslensku samstarfsverkefni.

Um var að ræða verkefni sem leitt var af tékk­neskri konu sem fékk til liðs við sig lista­menn frá báðum lönd­um. Verk­efnið hverfðist um minni­hluta­hópa og var sett upp í þrem­ur mis­mun­andi borg­um.

„Í júlí á síðasta ári vor­um við í Brno í Tékklandi að vinna með sam­fé­lag Róma. Þá kom­um við til Íslands og unn­um með flótta­menn en síðasti hlut­inn var í Prag þar sem við unn­um með sjúk­linga á geðsjúkrahúsum,“ segir hann.

Gabriel útskrifaðist með BA-gráðu í nútímadansi frá LHÍ síðasta sumar.
Gabriel útskrifaðist með BA-gráðu í nútímadansi frá LHÍ síðasta sumar. Samsett mynd

„Ísland er lítið en homma-Ísland er enn minna“

Þeir Albert og Gabriel hafa augljóslega ástríðu fyrir gerólíkum hlutum. Hvar og hvernig kynntust þeir?

 „Við höfðum spjallað saman á netinu áður en við hittumst,“ segir Albert. Hann segist hafa búið með manni frá Finnlandi sem hann kynntist hér á landi og raunar verið enn í því sambandi þegar hann kynntist Gabriel í mars árið 2021.

„Ég var í opnu fjölkæru sam­bandi, sem var þegar ég lít til baka ekki ákjós­an­legt - eða það var það að vissu leyti,“ segir Albert og horfir fallega til Gabriels.

„Einn daginn spurði ég Gabriel hvort hann vildi koma með mér í göngutúr.“ Gabriel tekur af honum orðið:

„Þú talar við einhvern á netinu og þú veist, Ísland er lítið en homma-Ísland er enn minna. Þú rekst á fólk hér og þar. Við vorum endalaust að rekast hvor á annan í nokkurn tíma áður en við byrjuðum að hittast fyrir alvöru. Ég man að ég hugsaði, ok ég gef þessum gaur séns. Fjölkær norn – hvað gæti klikkað?“ Þeir springa báðir úr hlátri.

Þeir Albert og Gabriel á litlu svölunum í risíbúð sinni …
Þeir Albert og Gabriel á litlu svölunum í risíbúð sinni í miðborginni. mbl.is/Eyþór

Annar á kafi í fornum ritum en hinn umkringdur börnum

Blaðamanni lék for­vitni á að vita hvernig par­inu hef­ur gengið að kom­ast inn í ís­lensk sam­fé­lag og að læra tungu­málið en báðir hafa þeir unnið með ís­lensk­una, hvor á sinn hátt.

Al­bert hef­ur verið á kafi í ís­lensk­um bók­um og rit­um í tengsl­um við ástríðu sína á öllu sem viðkem­ur galdra- og nátt­úru­trú sem og dul­ræn­um fyr­ir­bær­um en Gabriel réð sig til vinnu á yngstu deild leik­skóla­hluta Dal­skóla í Úlfarsár­dal í Reykja­vík síðasta haust. Gabriel seg­ir að starfið á leik­skól­an­um hafi hjálpað sér mikið með ís­lensk­una og í raun bylt hans ís­lenskukunn­áttu.

Al­bert hef­ur verið á kafi í ís­lensk­um bók­um og rit­um …
Al­bert hef­ur verið á kafi í ís­lensk­um bók­um og rit­um í tengsl­um við ástríðu sína á öllu sem viðkem­ur galdra- og nátt­úru­trú sem og dul­ræn­um fyr­ir­bær­um. Samsett mynd

„Ég held að það hafi verið gott fyr­ir mig að vera kastað í djúpu laug­ina og þurft að sprikla og á end­an­um læra sund­tök­in þó það hafi verið svo­lítið ógn­vekj­andi,“ seg­ir Gabriel og bæt­ir við að börn­in gefi manni mun meiri tíma og þol­in­mæði til að læra.

„Ég var á yngstu deild­inni svo börn­in voru líka að læra að tala. Þar fékk ég tíma og rúm til að reyna að tala málið án þess að þurfa að vera neitt sér­stak­lega meðvitaður um að ein­hverj­ir skilji mig ekki al­veg. Að læra tungu­málið með börn­un­um var mjög góð leið sem ég mæli með fyr­ir inn­flytj­end­ur – eng­in spurn­ing.“

Segist Gabriel hafa verið fljótur að komast inn í íslenskt samfélag og hann hafi kynnst bæði Íslend­ing­um og er­lendu fólki hvaðanæva að.

Al­bert hef­ur aðeins aðra sögu að segja en fyrstu tvö árin umm­gekkst hann mest aðra inn­flytj­end­ur. Hægt og ró­lega kynnt­ist hann þó Íslend­ing­um, aðallega fólki sem deil­ir áhuga hans á dul­ræna heim­in­um.

Al­berti líður ekki vel með að tala ís­lensk­una en hann skil­ur hana ágæt­lega. Gabriel tal­ar prýðilega ís­lensku og þó hann hafi aðeins verið starf­andi í leik­skóla í nokkra mánuði er aug­ljóst að það hef­ur haft mik­il áhrif á hans ís­lenskukunn­áttu.

„Ég sakna þess að vera ekki leng­ur á leik­skól­an­um en ég hugsaði starfið sem tíma­bundið frá upp­hafi því auðvitað vil ég vinna við dans­inn. Þegar tæki­færið bauðst að fara til Tékk­lands í vor var ekki annað hægt en að grípa það,“ segir Gabriel.

Strætó úr miðborginni í Heiðmörk

Hvað gerið þið saman í ykkar frítíma?

„Við elskum báðir náttúruna og förum í gönguferðir,“ segir Albert. „Við erum líka fantasíunördar og höfum gaman að tölvuleikjum,“ bætir Gabriel við. Blaðamaður lítur til hliðar og bendir á stafla af alls kyns borðspilum. „Já borðspil – algjörlega,“ segir Albert.

Parið keyrir ekki en þeir eru duglegir að fara í …
Parið keyrir ekki en þeir eru duglegir að fara í dagsferðir út í náttúruna með vinum þegar það býðst. Ljósmynd/Aðsend

Þeir keyra ekki en eru duglegir að fara í dagsferðir út í náttúruna með vinum þegar það býðst og að taka strætó að Norðlingaholti þaðan sem þeir ganga í fallegri náttúrunni í Heiðmörk.

Með annan fótinn á Íslandi

Að lokum berst talið að framtíðinni. Albert hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt að ári liðnu og ætlar sér að læra íslenskuna sem fyrst. Hann segist vilja slíta sig frá Bretlandi að mestu leyti. Hann dreymir um að stofna ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi og fara með ferðamenn um landið og fræða þá um náttúrutrú og hinn dulræna forna galdraheim.

Gabriel er með samning um afnot af æfingasal í Dansverkstæðinu vestur í bæ og vonast til að fá alls konar verkefni í faginu í náinni framtíð bæði hér á Íslandi og annars staðar. Hann segist á einhverjum tímapunkti vilja flytja aftur til Svíþjóðar.

Parið er þó sammála um að vera að minnsta kosti með annan fótinn á Íslandi um alla framtíð.

Þeir Albert og Gabriel vilja báðir hafa að minnsta kosti …
Þeir Albert og Gabriel vilja báðir hafa að minnsta kosti ann­an fót­inn á Íslandi í framtíðinni. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan