Kelly Clarkson vissi ekki svarið

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson var gestur í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happen Live, nú á dögunum. Clarkson spilaði hinn vinsæla leik Plead The Fifth, en þar fá stjörnurnar þrjá spurningar og mega einungis sleppa því að svara einni. 

Söngkonan var meðal annars spurð út í þáttinn sem gerði hana að einni stærstu söngstjörnu í heimi, American Idol

„Geturðu nefnt einn sigurvegara úr American Idol frá síðastliðnum fimm árum?“ spurði Cohen söngstjörnuna. „Ó, andskotans,“ sagði söngkonan og hló heldur vandræðalega. Hún muldraði í þónokkurn tíma áður en hún viðurkenndi fyrir Cohen að hún vissi ekki um nafn sigurvegara seríunnar síðustu fimm ára. 

Vinsældir þáttanna hafa dalað mikið á undanförnum árum, en American Idol var einn stærsti raunveruleikaþáttur í heimi frá 2002 til 2016, en þættirnir voru hvað vinsælastir þegar Simon Cowell sat í dómarasætinu. Cowell yfirgaf þættina árið 2010. 

Clarkson var fyrsti sigurvegari raunveruleikakeppninnar árið 2002 og hefur verið farsæl í sínu starfi í gegnum árin. Söngkonan hefur hlotið 16 tilnefningar til Grammy–verðlaunanna, gefið út tíu plötur og sjálf verið dómari í raunveruleikaþættinum The Voice, sem er í dag mun vinsælli en American Idol

Sigurvegarar American Idol síðustu fimm ára eru Iam Tongi, Noah Thompson, Chayce Beckham, Just Sam og Laine Hardy. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir