Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er spenntur fyrir því að fá bandarísku söngkonuna Taylor Swift til landsins. Tilefnið er tíst frá Swift þar sem hún tilkynnir 14 aukatónleika á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu sem áætlað er sumarið 2024.
Segist Dagur B. bjóða Swift velkomna til Reykjavíkur fyrir hönd borgarbúa og bendir á að Ísland væri frábær staður til stoppa við á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Evrópu. Lofar Dagur því að sjá persónulega til þess að dvöl hennar verði frábær.
Seinustu tónleikar ferðalagsins eru áætlaðir þann 17. ágúst 2024 í Lundúnum. Það væri því í raun tilvalið fyrir Swift að taka sér smá frí á Íslandi áður en hún heldur aftur til síns heima.
Dear @taylorswift13 - that sounds great! On behalf of the people of Reykjavik, I would welcome you to my city as the perfect stop-over at the end of the tour. As the mayor of Reykjavik I would personally ensure that you would have I wonderful time. We would love to see you here! https://t.co/WTejfbzvoh
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) July 6, 2023