Tony Bennett látinn

Söngvarinn Tony Bennett.
Söngvarinn Tony Bennett. AFP

Söngvarinn Tony Bennett er látinn 96 ára að aldri. Bennett lést eftir erfiða baráttu við Alzheimer-sjúkdóminn á heimili sínu í New York-borg. Bennett vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, þar af 20 Grammy-verðlauna.

Fjölmiðlafulltrúi Bennetts greindi frá andláti söngvarans við AFP-fréttastofuna í dag. Bennett greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2016 en lét það ekki stoppa sig í tónleikahaldinu og söng reglulega með Lady Gaga. Á meðal þekktustu laga hans eru I Left My Heart In San Francisco, The Way You Look Tonight og For Once In My Life.

Bennett var fæddur 3. ágúst árið 1926 í Astoriu í New York-borg. Söngvarinn lætur eftir sig eiginkonu sína, Susan Benedetto og fjögur börn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir