Lagahöfundurinn og gítarleikarinn Robbie Robertson er látinn, áttræður að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir að vera einn meðlima hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar The Band.
Umboðsmaður Robertson, Jared Levine, tilkynnti um andlát hans og sagði hann hafa lengi verið veikan. Fjölskylda hans var viðstödd þegar hann skildi við.
The New York Times segir tónlist hans hafa verið blöndu ólíkrar bandarískrar tónlistarhefðar, svo sem þjóðlagatónlista, kántrís, blús og gospeltónlistar. Sem lagahöfundur með The Band samdi hann dularfulla söngtexta um Bandaríki liðinna tíma. Hann gaf innsýn inn í villtan og trylltan heim suðurríkjanna með óhefluðum sögupersónum.
Einn þeirra var sigraður suðurríkjahermaður lagsins „The Night They Drove Old Dixie Down“, harðneskjulegur verkalýðsfrömuður í laginu „King Harvest Has Surely Come“ og skuggaverur í laginu „Life Is a Carnival“