Kemur Íslendingum verulega á óvart

Aidan Simardone í viðtali við Ólaf Jóhann Steinsson.
Aidan Simardone í viðtali við Ólaf Jóhann Steinsson. Samsett mynd

TikTok-myndband af Kanadamanninum Aidan Simardone í viðtali við Ólaf Jóhann Steinsson hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum síðustu daga en hátt í 50.000 hafa horft á myndbandið.

Ólafur tók viðtal við hann af handahófi á götum Toronto-borgar í Kanada og var viðfangsefnið „almenn vitneskja“ um Ísland. Ekki vissi Ólafur að Aidan var greinilega drekkhlaðinn vitneskju um Ísland.

Aiden vissi staðsetningu Íslands, fjölda Íslendinga (nánast upp á hár), höfuðborgina, að við værum herlaus og fleira. Ólafur skaut þá inn setningu í miðju viðtali:

„Við erum bara komnir í Útsvar hérna.“

Alltaf elskað landafræði

Fréttamiðillinn Toronto Life hefur nú tekið manninn tali um nýfengna frægð sína þar sem fram kemur að Aiden hefur alla sína tíð verið mikill áhugamaður um landafræði og kynnt sér hin ýmsu lönd.

„Ég held að ég hafi enga sérstaka sérþekkingu á Íslandi, en það er land sem ég hef varið nokkrum tíma í að læra um. Ég ætti að segja að þetta „augnablik“ var næstum 30 ár í mótun.

Frá því ég man eftir mér hef ég elskað landafræði,“ segir hann.

„Þegar aðrir krakkar lásu Harry Potter las ég kortabækur, alfræðirit og bækur um fána.“

Aiden sá ummæli frá nokkrum Íslendingum undir færslunni og ákvað að þýða þau yfir á ensku.

„Einhver fjöldi skrifaði: „WTF? Ég veit þetta ekki einu sinni“, eða: „Hvernig veit Kanadamaður um þetta?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir