Verk RAX á virtri sýningu í London

Ragnar Axelsson ávarpaði gesti við opnun Pictet-ljósmyndasýningarinnar í London í …
Ragnar Axelsson ávarpaði gesti við opnun Pictet-ljósmyndasýningarinnar í London í gær. Ljósmynd/Aðsend

Myndir Ragnars Axelssonar, RAX, ljósmyndara eru meðal þeirra sem prýða nú veggi Victoria og Albert-safnsins í London en sýning á vegum hinna virtu alþjóðlegu Pictet-ljósmyndaverðlauna með verkum tólf ljósmyndara var opnuð þar í gær.

Valdir voru 500 ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum til þátttöku í keppninni 2023 og var Ragnar einn þeirra. Úr þessum hópi voru síðan valdir 150 ljósmyndarar og á endanum tólf ljósmyndarar.

Á sýningunni er að finna tíu ljósmyndir úr myndröðinni Þar sem heimurinn bráðnar eftir RAX.

Í tilkynningu kemur fram að Pictet-verðlaunin séu sögð vera fremstu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun og sjálfbærni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar