Með atbeina almættisins og Carls

Rokkdrottningin Dolly Parton.
Rokkdrottningin Dolly Parton. AFP/Suzanne Cordeiro

Þegar Dolly Parton var vígð inn í Frægðarhöll rokksins í fyrra roðnaði okkar kona lítið eitt bak við allan andlitsfarðann enda fannst henni hún þess ekki umkomin að ganga hnarrreist þangað inn – af mjög einfaldri ástæðu: „Ég er ekki rokkari!“ En jæja, fyrst hún var komin þarna inn var ekki um annað að ræða en að gera eitthvað í málinu. Og hvað gera 77 ára gamlar konur? Þær henda vitaskuld í rokkplötu undir því augljósa nafni Rockstar.

Rockstar, sem kemur út eftir rúman mánuð, er engin venjuleg plata. Á henni verða hvorki fleiri né færri en 30 lög og með gestalistamannalistanum hlýtur að vera slegið heimsmet í uppsafnaðri frægð. Við erum að tala um Paul McCartney og Ringo Starr, Sting, Miley Cyrus, Stevie Nicks, Steve Perry, Debbie Harry, John Fogerty, Joan Jett, Chris Stapleton, Lizzo, Melissu Etheridge, Rob Halford, Ann Wilson, Simon Le Bon, Lindu Perry, Sheryl Crow, Pat Benatar, Elton John og fleiri. Ég bið ykkur auðmjúklega að afsaka alla þessa upptalningu en ég fann bara ekki aðra leið til að deila þessum ósköpum með ykkur. Þarna eru engin smámenni á ferð. Maður segir víst ekki nei við Dolly!

Pönkgyðjan Debbie Harry leggur Dolly lið á plötunni.
Pönkgyðjan Debbie Harry leggur Dolly lið á plötunni. AFP/Oli Scarff


Á plötunni eru nokkur frumsamin lög eftir Dolly sjálfa en hryggjarstykkið eru þó lög eftir aðra listamenn sem sumir hverjir syngja eða leika með henni í einmitt þeim númerum. Þannig koma Paul og Ringo við sögu í Let It Be, Sting í Every Breath You Take, Ann Wilson í Magic Man, Miley Cyrus í Wrecking Ball, Debbie Harry í Heart of Glass og svo framvegis. Þarna eru líka lög eins og Purple Rain eftir Prince, Stairway to Heaven eftir Led Zeppelin og (I Can
't Get No) Satisfaction eftir The Rolling Stones. 

Guð heitir hann og er almáttugur

Hvaða geggjaði rótari ætli hafi stillt þessu öllu saman upp? Jú, Guð heitir hann og er almáttugur. „Ég hef verið þakklát fyrir allt það góða sem nokkru sinni hefur gerst,“ segir Dolly í samtali við breska blaðið The Guardian. „Guð hefur alltaf blessað mig og stillt upp vönduðu fólki í kringum mig. Ég bið þess á hverjum degi sem Guð gefur yfir að hann færi mér allt það sem ég þarf og komi með rétta fólkið inn í mitt líf.“

Þetta er þá ekki flóknara? Það er víst, eins og smiðurinn myndi orða það.

Annar sem lét til sín taka í þessu verkefni stendur Dolly jafnvel ennþá nær, eiginmaður hennar til nærri 50 ára, Carl. Hann er víst rokkari inn að beini og lagalistinn á Rockstar stendur saman af uppáhaldslögum hans gegnum tíðina.

Dolly segir gerð plötunnar hafa verið mikið mál fyrir sig og að hún hafi fundið til þungrar ábyrgðar. „Ég vildi ekki mýkja lögin upp og gerði mitt allra besta til að syngja þau vel og halda tryggð við formið en ljái lögunum samt mína eigin rödd.“

Nánar er fjallað um Rockstar og okkar allra bestu Dolly í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir