Nýtt bítlalag gefið út í næstu viku

Bítlarnir á sjöunda áratug síðustu aldar. John Lennon, George Harrison, …
Bítlarnir á sjöunda áratug síðustu aldar. John Lennon, George Harrison, Ringo Starr og Paul McCartney.

Þeir Paul McCartney og Ringo Starr tilkynntu í dag að nýtt bítlalag yrði gefið út í næstu viku, nánar tiltekið klukkan 13  fimmtudaginn 2. nóvember.

Lagið heitir Now and Then.  John Lennon samdi það og söng inn á segulband seint á áttunda áratug síðustu aldar og sú upptaka hefur heyrst á ýmsum sjóræningjaútgáfum. Þeir McCartney og Starr hafa nú lokið við lagið með hjálp gervigreindar en með nýjustu tækni tókst að hreinsa upptökuna og kalla rödd Lennons fram með skýrum hætti. 

Bítlarnir hættu árið 1970. John Lennon var myrtur í desember árið 1980 og George Harrison lést af völdum krabbameins árið 2001.

Paul McCartney árið 2017.
Paul McCartney árið 2017. AFP


Í tilkynningu segja þeir McCartney, sem er 81 árs, og Starr, sem er 83 ára, að það hafi verið afar sérstök reynsla að ljúka við lagið. „Við spilum allir með, þetta er raunverulegt bítlalag. Það er afar spennandi að vera enn að vinna með bítlatónlistina árið 2023 og gefa út nýtt lag, sem almenningur hefur ekki heyrt áður,“ er haft eftir McCartney í tilkynningunni.

Yoko Ono, ekkja Lennons, gaf McCartney lagið en á segulbandsspólunni voru einnig lögin Free as a Bird og Real Love, sem voru endurunnin og gefin út á árunum 1995 og 1996 í tengslum við útgáfu á Anthology-plötunum.

Ringo Starr.
Ringo Starr. AFP


Þeir McCartney, Starr og Harrison reyndu einnig að taka upp Now and Then en hættu við. Harrison sagði síðar að upptaka Lennons hefði verið „drasl".

McCartney vildi ljúka við lagið og ný tækni í hljóðritun hefur nú loks gert það kleift. Sama tækni var notuð þegar heimildarmyndin Get Back var gefin út árið 2021. Leikstjórinn Peter Jackson og tæknimenn hans þróuðu nýjan hugbúnað sem notaður var til að endurhljóðblanda upptökur frá árinu 1970 og einangra einstök hljóðfæri og raddir.  Tæknin var einnig notuð á síðasta ári til að hljóðblanda að nýju plötuna Revolver. 

Upptaka Lennons var hreinsuð. McCartney og Starr bættu síðan við nýjum söng, trommum, bassa, gítar og píanó. Einnig var notaður gítarleikur Harrisons sem tekinn var upp árið 1995 þegar þremenningarnir unnu við lagið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan