Hún minnti mig á brennivín

​Brenda Lee rokkar í kringum jólatréð á tónleikum í Nashville …
​Brenda Lee rokkar í kringum jólatréð á tónleikum í Nashville fyrr í þessum mánuði. AFP/Jason Kempin

„Ég sá hana í horn­inu á Mána­bar, hún minnti mig á brenni­vín.“ Svona heyrði ég árum sam­an, eins og svo ótal marg­ir aðrir, fyrstu lín­una í smell­in­um ódauðlega Vertu ekki að plata mig sem HLH-flokk­ur­inn gerði vin­sæl­an fyr­ir um fjór­um ára­tug­um.

Auðvitað gekk þessi setn­ing eng­an veg­inn upp en maður var barn að aldri og pældi ekk­ert meira í því. Í þá tíð þurfti heim­ur­inn ekk­ert endi­lega að stemma. Þannig kippti maður sér held­ur ekk­ert upp við það að Phil Coll­ins hefði hent í lag með titl­in­um Love Comes From Hrís­ey. Það var auðvitað Love Don’t Come Easy, ef ein­hver er í vafa.

Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig á því að Bó hefði ekki verið að tala um brenni­vín, held­ur söng­kon­una Brendu Lee. Það sagði mér svo sem ekki mikið enda hafði ég aldrei heyrt kon­unn­ar getið. Er hún syst­ir Bruce Lee? Gott var þó að fá þenn­an mis­skiln­ing leiðrétt­an. Það hjálp­ar manni á hinni ei­lífu sann­leiks­veg­ferð.

Meira hugsaði ég þó ekki um málið fyrr en á dög­un­um að Brenda Lee komst óvænt í heims­frétt­irn­ar. Og það sann­ar­lega ekki af ómerki­legu til­efni. Flutn­ing­ur henn­ar á hinu ást­sæla jóla­lagi Rockin’ Around the Christ­mas Tree, sem hljóðritaður var 1958, gerði sér sum­sé lítið fyr­ir og tyllti sér á topp banda­ríska vin­sældal­ist­ans. Þar með varð Brenda okk­ar Lee elsti maður­inn í sög­unni til að verma það eft­ir­sótta sæti, að verða 79 ára. 

Brenda velti eng­um aum­ingj­um af stalli, Cher kvenna meg­in og Lou­is Armstrong karla meg­in.

​Brenda Lee á hátindi frægðar sinnar. Hún byrjaði óvenju ung …
​Brenda Lee á há­tindi frægðar sinn­ar. Hún byrjaði óvenju ung að koma fram. AFP


Var bráðger

Ártöl­in sem hér hafa verið nefnd segja okk­ur, öðru frem­ur, að Brenda Lee hafi verið bráðger. Hún var ekki nema 13 ára þegar hún rokkaði kring­um jóla­tréð. Var þá raun­ar orðin all­vel sjóuð í sjó­bis­ness, eins und­ar­lega og það hljóm­ar. Brenda vann sína fyrstu söng­keppni í skól­an­um heima í Atlanta aðeins fimm ára og kom reglu­lega fram í út­varpi og sjón­varpi eft­ir það. 10 ára var hún orðin helsta fyr­ir­vinna heim­il­is­ins en faðir Brendu lést í vinnu­slysi þegar hún var átta ára. Svo lág­vax­in var Brenda á þess­um árum að ekki dugði að lækka hljóðnem­astand­inn alla leið niður, held­ur þurfti jafn­framt að láta hana standa á kassa. En þótt búk­ur­inn væri smár var rödd­in stór.  

Nán­ar er fjallað um Brendu Lee í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.  

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir