Hún minnti mig á brennivín

​Brenda Lee rokkar í kringum jólatréð á tónleikum í Nashville …
​Brenda Lee rokkar í kringum jólatréð á tónleikum í Nashville fyrr í þessum mánuði. AFP/Jason Kempin

„Ég sá hana í horninu á Mánabar, hún minnti mig á brennivín.“ Svona heyrði ég árum saman, eins og svo ótal margir aðrir, fyrstu línuna í smellinum ódauðlega Vertu ekki að plata mig sem HLH-flokkurinn gerði vinsælan fyrir um fjórum áratugum.

Auðvitað gekk þessi setning engan veginn upp en maður var barn að aldri og pældi ekkert meira í því. Í þá tíð þurfti heimurinn ekkert endilega að stemma. Þannig kippti maður sér heldur ekkert upp við það að Phil Collins hefði hent í lag með titlinum Love Comes From Hrísey. Það var auðvitað Love Don’t Come Easy, ef einhver er í vafa.

Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig á því að Bó hefði ekki verið að tala um brennivín, heldur söngkonuna Brendu Lee. Það sagði mér svo sem ekki mikið enda hafði ég aldrei heyrt konunnar getið. Er hún systir Bruce Lee? Gott var þó að fá þennan misskilning leiðréttan. Það hjálpar manni á hinni eilífu sannleiksvegferð.

Meira hugsaði ég þó ekki um málið fyrr en á dögunum að Brenda Lee komst óvænt í heimsfréttirnar. Og það sannarlega ekki af ómerkilegu tilefni. Flutningur hennar á hinu ástsæla jólalagi Rockin’ Around the Christmas Tree, sem hljóðritaður var 1958, gerði sér sumsé lítið fyrir og tyllti sér á topp bandaríska vinsældalistans. Þar með varð Brenda okkar Lee elsti maðurinn í sögunni til að verma það eftirsótta sæti, að verða 79 ára. 

Brenda velti engum aumingjum af stalli, Cher kvenna megin og Louis Armstrong karla megin.

​Brenda Lee á hátindi frægðar sinnar. Hún byrjaði óvenju ung …
​Brenda Lee á hátindi frægðar sinnar. Hún byrjaði óvenju ung að koma fram. AFP


Var bráðger

Ártölin sem hér hafa verið nefnd segja okkur, öðru fremur, að Brenda Lee hafi verið bráðger. Hún var ekki nema 13 ára þegar hún rokkaði kringum jólatréð. Var þá raunar orðin allvel sjóuð í sjóbisness, eins undarlega og það hljómar. Brenda vann sína fyrstu söngkeppni í skólanum heima í Atlanta aðeins fimm ára og kom reglulega fram í útvarpi og sjónvarpi eftir það. 10 ára var hún orðin helsta fyrirvinna heimilisins en faðir Brendu lést í vinnuslysi þegar hún var átta ára. Svo lágvaxin var Brenda á þessum árum að ekki dugði að lækka hljóðnemastandinn alla leið niður, heldur þurfti jafnframt að láta hana standa á kassa. En þótt búkurinn væri smár var röddin stór.  

Nánar er fjallað um Brendu Lee í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan