„Jólin eru besti tími ársins“

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason gaf nýverið út jólalagið Jólastelpan.
Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason gaf nýverið út jólalagið Jólastelpan.

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekktur sem Háski, er mikið jólabarn. Hann segir jólin vera besta tíma ársins og veit fátt betra en að fá pakka og góðan mat í faðmi fjölskyldu sinnar yfir hátíðirnar. 

Nýverið gaf Darri út glænýtt jólalag með Arnari Gauta Arnarssyni, betur þekktur sem Lil Curly, sem ber heitið Jólastelpan

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tónlist?

„Síðan ég man eftir mér hef ég hlustað mjög mikið á tónlist en ég byrjaði að spila á píanó þegar ég var átta ára og þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru myndi ég segja. Síðan byrjaði ég að búa til tónlist 17 ára.“

Hvaðan kemur nafnið Háski?

„Ég í alvöru veit það ekki.“

Um hvað fjallar Jólastelpan?

„Lagið fjallar um stelpu sem elskar jólin og strákurinn er að reyna að heilla hana með því að vera jólastrákur. Það má sam tlíka túlka þetta sem stelpu sem þú ert að hitta eingöngu yfir jólin eða „jólakæró“. Ég og Lil Curly sömdum þetta saman á píanóið heima hjá mér, frábært lag.“

Hvað skilgreinir Jólastelpu?

„Það er stelpa sem elskar jólin, er góð og skemmtileg líka.“

Ert þú með Jólastelpu í ár?

„Jebb, þriðju jólin með jólastelpunni minni.“

Darri er kominn í mikið jólaskap.
Darri er kominn í mikið jólaskap.

Ert þú mikið jólabarn?

„Jólin eru besti tími ársins, dýrka þau.“

Hvað er ómissandi um jólin?

„Pakkar, góður matur og fjölskyldan.“

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Jólabíómyndir, til dæmis Elf með Will Ferrell. Það er geðveik mynd með frábæran boðskað, ég get gert rosalega Will Ferrell eftirhermu líka.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Heima með fjölskyldunni minni, hún er frábær.“

Hvenær er í lagi að byrja að hlusta á jólalög?

„1. nóvember.“

Hvernig klæðir þú þig um jólin?

„Í fínustu fötin sem ég á, klæða sig upp fyrir JC og Guð.“

Hvað er besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Ég fékk hljómborð í jólagjöf þegar ég var svona 10 ára, það breytti leiknum fyrir mig.“

Hvaða hlutir eru efst á jólagjafalistanum þínum í ár?

„Mig vantar ekki neitt án gríns.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka