Heitasta par ársins hélt upp á jólin saman

Taylor Swift og Travis Kelce eru heitasta parið í Hollywood …
Taylor Swift og Travis Kelce eru heitasta parið í Hollywood um þessar mundir. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift og NFL-stjarnan Travis Kelce hafa verið á allra vörum undanfarna mánuði, en þau eru sögð hafa haldið upp á jólin saman. 

Orðrómur um samband Swift og Kelce fór fyrst á flug í september síðastliðnum, en þau opinberuðu svo loksins sambandið í október. Tónlistarkonan hefur verið dugleg að mæta á leiki og styðja Kelce í NFL-deildinni, en hann er leikmaður Kansas City Cheifs.

Hefur aldrei upplifað svona jól áður

Heimildir Daily Mail herma að Swift hafi átt góðar stundir heima hjá Kelce á jólunum, en með þeim voru foreldrar Swift og faðir Kelce. 

„Að sjá fjölskyldur þeirra saman á svona sérstökum degi var besta gjöfin fyrir Taylor. Hún hefur aldrei upplifað það áður sem gerði hátíðirnar þeim mun mikilvægari fyrir hana,“ sagði heimildamaður fréttamiðilsins.

Donna Kelce, móðir Travis Kelce, ásamt Taylor Swift á leik …
Donna Kelce, móðir Travis Kelce, ásamt Taylor Swift á leik í september. AFP/Jason Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir