Ekkert lát á flugi Íslands

Ísland er á flugi í veðbönkum og virðist ekkert lát …
Ísland er á flugi í veðbönkum og virðist ekkert lát á. AFP

Íslandi er nú spáð 2. sæti í Eurovision-söngvakeppninni sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí.

Mikil hreyfing hefur verið í veðbönkum í dag í kjölfar þeirra fregna að Palestínumaðurinn Bash­ar Murad kynni að taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Ísrael spáð 7. sæti

Í gærkvöldi var Ísland komið upp í 8. sæti, í hádeginu var Ísland svo í 3. sæti. Nú hefur Bretland, sem var spáð 2. sæti í keppninni, fallið niður um eitt sæti. 

Ísrael er enn spáð 7. sæti. Úkraínu er sem fyrr spáð sigri. 

Af þremur efstu löndunum hefur aðeins Bretland valið framlag sitt í keppnina, en fæst þátttökulönd hafa valið framlag sitt.

Ísland hoppaði upp fyrir Bretland nú síðdegis.
Ísland hoppaði upp fyrir Bretland nú síðdegis. Skjáskot/EurovisionWorld

Vilja að Ísland taki ekki þátt

Greint var frá því gær að Palestínumaður­inn Bash­ar Murad yrði meðal þátt­tak­enda í Söngv­akeppni sjón­varps­ins.

Fleiri en 500 tón­list­ar­menn hér á landi hafa kraf­ist þess að Ísland dragi sig út úr Eurovisi­on, vegna þátt­töku Ísra­els í keppn­inni, og vilja þannig sýna af­stöðu gegn árás­um Ísra­els­hers á Gasa­svæðið.

Ákvörðunin á herðum ríkisútvarpsins

Rík­is­út­varpið svaraði því í vik­unni með þeim hætti að söngv­akeppni sjón­varps­ins er nú sögð af­tengd sjálfri Eurovisi­on-keppn­inni, með þeim hætti að sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar þurfi ekki endi­lega að taka þátt í Eurovisi­on.

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri sagði í sam­tali við mbl.is að sú ákvörðun væri þó á end­an­um alltaf á herðum sjálfs út­varps­ins.

Kynnt verður um helg­ina hvaða kepp­end­ur munu taka þátt í Söngv­akeppn­ini í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka