Vill að ríkisútvarpið ákveði sig: „Sorglegt“

Greta segir málið þannig vaxið að það varði okkur öll. …
Greta segir málið þannig vaxið að það varði okkur öll. Ríkisútvarpið þurfi að taka afgerandi ákvörðun um þátttöku í Eurovision. Samsett mynd

Greta Salóme Stef­áns­dótt­ir, söng­kona og fiðluleik­ari, seg­ir rík­is­út­varpið þurfa að taka af­ger­andi ákvörðun þegar kem­ur að þátt­töku í Eurovisi­on í ár. Hún seg­ir það ótækt að leggja póli­tíska ábyrgð á fólk sem þegar er að ber­skjalda sig upp á sviði. 

Greta er þjóðinni vel kunn­ug og þekk­ir Eurovisi­on-ferlið bet­ur en flest­ir, en hún var full­trúi Íslands í Eurovisi­on árið 2012 í Bakú í Aser­baíd­sj­an.

Hún og fleiri en 500 aðrir tón­list­ar­menn lögðu nafn sitt við und­ir­skriftal­ista sem af­hent­ur var Stefáni Ei­ríks­syni út­varps­stjóra, þar sem þess er kraf­ist að Ísland dragi sig úr Eurovisi­on. 

Pen­ing­ar og fjár­mun­ir að baki 

„Ég hefði viljað sjá Rúv taka meira af­ger­andi ákvörðun,“ seg­ir Greta og kveðst velta fyr­ir sér mót­sögn­inni sem felst í því að Rússlandi sé vísað úr keppni, en ekki Ísra­el. 

„Það er ým­is­legt sem er gott fyr­ir al­menn­ing að minna sig á. Það er sorg­legt þegar pen­ing­ar og fjár­mun­ir eru ein­hver breyta í svona ákv­arðana­töku.“

Tek­ur hún sem dæmi ísra­elska fyr­ir­tækið Moroccanoil sem er einn stærsti bak­hjarl Eurovisi­on:

„Ég get ekki séð hvernig EBU [Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva] geta rétt­lætt það að Ísra­el haldi áfram, en vísi Rússlandi úr keppn­inni,“ seg­ir hún og held­ur áfram:

„Þar held ég að geti ekki verið neitt annað að baki nema hrein­ir og bein­ir hags­mun­ir, sem er bara sorg­legt.“

Mál sem varðar okk­ur öll 

Greta seg­ir málið þannig vaxið að það varði okk­ur öll.

„Þetta er ekki spurn­ing um skoðanir held­ur um sam­kennd og mannúð og mér finnst ekki hægt að setja unga og upp­renn­andi lista­menn upp á svið, þar sem þeir ber­skjalda sig fyr­ir þjóðinni, og fara svo að setja ein­hverja póli­tíska ábyrgð á þá.“

Hún bend­ir á að hún hafi ein­mitt verið í þeirri stöðu:

„Ég myndi ekki vilja óska nein­um þess.“

Send­um skýr skila­boð

Hún tek­ur fram að henni þyki virki­lega vænt um keppn­ina og að hún eigi henni ótal margt að þakka.

„Sem dæmi hefði ég aldrei fengið samn­ing hjá Disney ef það hefði ekki verið fyr­ir Eurovisi­on og Eurovisi­on hefði aldrei orðið hefði ekki verið fyr­ir Söngv­akeppn­ina,“ seg­ir Greta.

„Ég veit að það er fullt af fólki sem er að gera sitt allra besta á Efsta­leiti, það er al­veg á hreinu, en ég held að það sé mik­il­vægt að við sem al­menn­ing­ur – sem eig­um rík­is­út­varpið – setj­um press­una á og send­um skýr skila­boð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell