Vill að ríkisútvarpið ákveði sig: „Sorglegt“

Greta segir málið þannig vaxið að það varði okkur öll. …
Greta segir málið þannig vaxið að það varði okkur öll. Ríkisútvarpið þurfi að taka afgerandi ákvörðun um þátttöku í Eurovision. Samsett mynd

Greta Salóme Stefánsdóttir, söngkona og fiðluleikari, segir ríkisútvarpið þurfa að taka afgerandi ákvörðun þegar kemur að þátttöku í Eurovision í ár. Hún segir það ótækt að leggja pólitíska ábyrgð á fólk sem þegar er að berskjalda sig upp á sviði. 

Greta er þjóðinni vel kunnug og þekkir Eurovision-ferlið betur en flestir, en hún var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaídsjan.

Hún og fleiri en 500 aðrir tónlistarmenn lögðu nafn sitt við undirskriftalista sem afhentur var Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra, þar sem þess er krafist að Ísland dragi sig úr Eurovision. 

Peningar og fjármunir að baki 

„Ég hefði viljað sjá Rúv taka meira afgerandi ákvörðun,“ segir Greta og kveðst velta fyrir sér mótsögninni sem felst í því að Rússlandi sé vísað úr keppni, en ekki Ísrael. 

„Það er ýmislegt sem er gott fyrir almenning að minna sig á. Það er sorglegt þegar peningar og fjármunir eru einhver breyta í svona ákvarðanatöku.“

Tekur hún sem dæmi ísraelska fyrirtækið Moroccanoil sem er einn stærsti bakhjarl Eurovision:

„Ég get ekki séð hvernig EBU [Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva] geta réttlætt það að Ísrael haldi áfram, en vísi Rússlandi úr keppninni,“ segir hún og heldur áfram:

„Þar held ég að geti ekki verið neitt annað að baki nema hreinir og beinir hagsmunir, sem er bara sorglegt.“

Mál sem varðar okkur öll 

Greta segir málið þannig vaxið að það varði okkur öll.

„Þetta er ekki spurning um skoðanir heldur um samkennd og mannúð og mér finnst ekki hægt að setja unga og upprennandi listamenn upp á svið, þar sem þeir berskjalda sig fyrir þjóðinni, og fara svo að setja einhverja pólitíska ábyrgð á þá.“

Hún bendir á að hún hafi einmitt verið í þeirri stöðu:

„Ég myndi ekki vilja óska neinum þess.“

Sendum skýr skilaboð

Hún tekur fram að henni þyki virkilega vænt um keppnina og að hún eigi henni ótal margt að þakka.

„Sem dæmi hefði ég aldrei fengið samning hjá Disney ef það hefði ekki verið fyrir Eurovision og Eurovision hefði aldrei orðið hefði ekki verið fyrir Söngvakeppnina,“ segir Greta.

„Ég veit að það er fullt af fólki sem er að gera sitt allra besta á Efstaleiti, það er alveg á hreinu, en ég held að það sé mikilvægt að við sem almenningur – sem eigum ríkisútvarpið – setjum pressuna á og sendum skýr skilaboð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir