Elmo spurði og heimurinn svaraði

Elmo er annt um líðan fólks.
Elmo er annt um líðan fólks.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér þegar Elmo, aðal­per­són­an úr barnaþátt­un­um Ses­ame Street, spurði aðdá­end­ur sína hvernig þeir hefðu það á X. 

„Elmo er bara að at­huga með ykk­ur! Hvernig hafið þið það?“ skrifaði Elmo á miðil­inn.

„Heim­ur­inn er að brenna Elmo,“ svaraði einn og svo hrönnuðust svör frá not­end­um sem sögðust alls ekki hafa það nógu gott um þess­ar mund­ir. Á tveim­ur sól­ar­hring­um hafa 14 þúsund svarað færsl­unni og yfir 50 þúsund end­ur­birt hana.

„Elmo ég er dap­ur og fá­tæk­ur,“ svaraði ann­ar not­andi. „Kon­an mín fór frá mér, dótt­ir mín ber enga virðingu fyr­ir mér, vinn­an mín er grín. Ertu með fleiri spurn­ing­ar Elmo? Jesús,“ skrifaði sá þriðji. 

Ekki voru þó öll svör á þessa leið og sögðust ein­hverj­ir hafa það al­veg ágætt, jafn­vel vera á góðum stað í líf­inu. 

Viðbrögðin hafa vakið mikla at­hygli um heim all­an og fjöl­miðlar beggja vegna Atlantsála fjallað um þau.

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, end­ur­birti færsl­una og hrósaði Elmo fyr­ir að spyrja hvernig fólk hefði það. 

Vilja jafn­framt vita hvernig Elmo hef­ur það 

Í gær setti Elmo síðan inn aðra færslu á X þar sem hann þakkaði fyr­ir viðbrögðin og kvaðst glaður að hafa spurt hvernig fólk hefði það. 

„Vá! Elmo er glaður að hafa spurt! Elmo lærði að það er mik­il­vægt að spyrja vini sína hvernig þeir hafa það. Elmo mun tékka á ykk­ur aft­ur fljót­lega vin­ir. Elmo elsk­ar ykk­ur.“

Viðbrögðin við þeirri færslu hafa held­ur ekki látið á sér standa og marg­ir sem þakka Elmo fyr­ir að hafa látið sig aðra varða. Það eru þó ekki ein­ung­is ein­stak­ling­ar sem þakka Elmo held­ur einnig fyr­ir­tæki.

Sem dæmi skrifaði Spotify „takk Elmo“ við færsl­una og Xbox þakkaði Elmo fyr­ir að hlusta. 

Marg­ir virðast þó jafn­framt hafa áhyggj­ur af Elmo og spyrja því til baka hvernig hann hef­ur það. 

„Þú sagðir okk­ur aldrei hvernig þú hef­ur það Elmo?“

Mik­il­vægt að segja frá líðan sinni 

Banda­ríska dag­blaðið Washingt­on Post fjallaði um viðbrögð við færslu Elmos og tengja hana við vax­andi van­líðan fólks. Það hafi or­sakað þau viðbrögð sem Elmo hlaut við þess­ari hvers­dags­legu spurn­ingu.

Er bent á að um helm­ing­ur Banda­ríkja­manna séu einmana og að sí­fellt fleiri segi geðheilsu sína verri. 

Hér á landi eru ýms­ir op­in­ber­ir aðilar sem veita ráðgjöf og stuðning við fólk sem upp­lif­ir van­líðan, þung­lyndi eða dep­urð. 

Meðal þeirra er Rauði kross­inn, en bæði er hægt að hafa sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins í síma­núm­erið 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is. Auk Rauða kross­ins er hægt að hafa sam­band við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­veru. 

Þá er jafn­framt hægt að hafa sam­band við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna, 552-2218, upp­lifi fólk sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason