„Ég er svolítið drukkinn“

Leikarinn var sáttur með gripinn.
Leikarinn var sáttur með gripinn. AFP

Leikarinn Pedro Pascal, sem var valinn besti leikari í aðalhlutverki í dramaþáttaröð fyrir hlutverk Joel í The Last of Us, var greinilega brugðið þegar nafn hans var lesið upp á SAG-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Þegar hann kom upp á sviðið viðurkenndi hann að vera drukkinn þar sem hann bjóst alls ekki við því að sigra. 

„Þetta er rangt, af nokkrum ástæðum,“ sagði Pascal um leið og hann tók við verðlaunagripnum. „Ég er svolítið drukkinn. Ég hélt að ég gæti bara notið kvöldsins og orðið fullur,“ hélt leikarinn áfram og heyrðist þá hlátur úr áhorfendasalnum. Áður en hann gekk af sviðinu þakkaði hann fjölskyldu sinni, tilnefndum og kollegum hjartanlega fyrir heiðurinn og lífslukkuna.

Pascal, 48 ára, er ein af skærustu stjörnum Hollywood um þessar mundir. Frægðarstjarna hans hefur risið hátt og hratt eftir hlutverk hans í þáttaröð á svið Narcos, The Mandalorian og The Last of Us.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav