Ísland hríðfellur í veðbönkum

Hera Björk.
Hera Björk. Eggert Jóhannesson

Ísland heldur áfram að falla í Eurovision-veðbönkum. Heru Björk Þórhallsdóttur er nú spáð 14. sæti að því fram kemur á vef Eurovisionworld. Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva fer fram í Malmö í byrjun maí. 

Formleg yfirlýsing hefur ekki borist frá RÚV um að Hera Björk fari út fyrir hönd Íslands en tengsl milli Söngvakeppninnar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva voru rofin í byrjun árs. Hera Björk hefur þó lýst yfir áhuga á að fara út með lagið Scared of Heights sem vann Söngvakeppnina á laugardaginn. 

Um tíma var Íslandi spáð einu af efstu sætunum en þá var enn sá möguleiki að Palestínumaður­inn Bash­ar Murad myndi verða full­trúi Íslands í keppn­inni. Einnig er líklegt að það hafi spilað inn í að fleiri lönd áttu eftir að velja framlag sitt. Nú veðja flestir á sigur Króatíu en það er tónlistarmaðurinn Baby Lasagna sem flytur lagið Rim Tim Tagi Dim. Úkraína hefur verið ofarlega lengi en er nú í öðru sæti í veðbönkum. Ísrael er spáð 8. sæti. 

Hér fyrir neðan má sjá Baby Lasagna flytja lagið Rim Tim Tagi Dim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup