Hera fer til Svíþjóðar

Hera Björk Þór­halls­dótt­ir mun fara út til Svíþjóðar og flytja lagið Scared of Heig­hts í Eurovisi­on í ár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Rúv.

Hera Björk vann ein­vígi Söngv­akeppn­inn­ar í ár, en ekki var end­an­lega víst með þátt­töku henn­ar fyrr en í dag, þegar skila­frest­ur var til að skila inn gögn­um um þátt­töku ríkja til Sam­bands evr­ópskra sjón­varps­stöðva.

Þessi umræða var okk­ur ekki til sóma

Hera Björk seg­ist hafa verið hugsi eft­ir umr­ræðu um þátt­töku Íslands og seg­ir umræðuna hafa hryggt sig. „Ég viður­kenni að í allri umræðunni eft­ir Söngv­akeppn­ina varð ég hugsi. Umræðan hrygg­ir mig. Bæði hvernig talað var um mig og mér gerðar upp alls kyns ann­ar­leg­ar skoðanir og mein­ing­ar og ekki síður hvernig talað var um Bash­ar. Þessi umræða var okk­ur ekki til sóma og eft­ir því sem ég hugsaði þetta meira hert­ist ég í því að standa við orð mín og halda utan eins og þjóðin kaus mig til að gera. Ég og minn góði hóp­ur mun­um taka þátt og gera allt sem við get­um til að breiða út boðskap friðar og kær­leika á sviðinu og sam­ein­ast í gegn­um tón­list­ina.“

Nokk­ur ágrein­ing­ur hef­ur verið um þátt­töku Íslands í keppn­inni, en það helg­ast bæði af galla í kosn­ingu í Söngv­akeppn­inni og óánægju með þátt­töku Íslands þar sem Ísra­el tek­ur þátt.

Þannig ákvað Rúv að slíta tengsl Söngv­akeppn­inn­ar við Eurovisi­on og að ákveðið yrði með þátt­töku Íslands eft­ir að ljóst yrði hver myndi sigra Söngv­akeppn­ina.

Kom aldrei til greina að senda út lagið í öðru sæti

Í til­kynn­ingu Rúv í dag er haft eft­ir Skarp­héðni Guðmunds­syni, dag­skrár­stjóra Rúv, að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. „Við höf­um auðvitað orðið vör við ólg­una í sam­fé­lag­inu vegna keppn­inn­ar hér heima og mögu­legr­ar þátt­töku úti. Hera Björk vann ein­vígið með yf­ir­burðakosn­ingu al­menn­ings og við lít­um á það sem ein­dreg­inn stuðning við að hún fari í Eurovisi­on fyr­ir okk­ar hönd. Við hvetj­um öll til að fylkja sér á bak við Heru og henn­ar sam­starfs­fólk, hún verður glæsi­leg­ur full­trúi okk­ar.“

Þá er einnig haft eft­ir hon­um að aldrei hafi komið til greina að senda út langið sem varð í öðru sæti ef Hera hefði afþakkað boðið.

Ágall­ar urðu í kosn­ingu í Söngv­akeppn­inni þegar kom að kosn­inga­app­inu Rúv Stjörn­ur, en það var notað ásamt hefðbund­inni síma­kosn­ingnu. „Fyr­ir mis­tök virkaði til­tek­inn mögu­leiki í app­inu ekki sem skyldi og kom það niður á báðum lög­un­um í ein­víg­inu. Sam­kvæmt gögn­um frá fram­leiðend­um apps­ins voru aðeins greidd 748 at­kvæði með þess­um hætti, bæði í fyrri kosn­ing­unni sem gekk snurðulaust, og í þeirri seinni þegar mis­tök­in urðu,“ seg­ir í til­kynn­ingu Rúv. Tekið er fram að at­kvæðin sem mögu­lega hafi mis­far­ist séu enn færri en talið var í fyrstu og ljóst að þau höfðu ekki áhrif á lok­aniður­stöður.

Skilja af­stöðu höf­und­ar lags­ins

Ásdís María Viðars­dótt­ir, höf­und­ur Scared of Heig­hts, sagði í viðtali við Rík­is­út­varpið á föstu­dag að hún hefði sjálf tekið ákvörðun um að fylgja lag­inu ekki alla leið út til Mal­mö, þó að Rík­is­út­varpið tæki ákvörðun um að Ísland tæki þátt. Þá hef­ur fjöldi ís­lenskra tón­list­ar­manna þrýst á Rík­is­út­varpið að taka ekki þátt í keppn­inni í ár. Rúm­lega 500 tón­list­ar­menn skrifuðu und­ir áskor­un þess efn­is í janú­ar.

Vilja tón­list­ar­menn­irn­ir að Rík­is­út­varpið sniðgangi keppn­ina vegna átak­anna fyr­ir botni Miðjarðar­hafs, en Ísra­el er á meðal þátt­töku­ríkja í Eurovisi­on.

„Auðvitað er leiðin­legt að einn höf­unda lags­ins, Ásdís María Viðars­dótt­ir, hafi ákveðið að fara ekki út en við skilj­um af­stöðu henn­ar. Hún tjáði okk­ur þó að hún myndi ekki standa í vegi fyr­ir að Hera héldi sínu striki og flytti sig­ur­lagið í Mal­mö, sem er göf­ugt og fal­legt af henni,“ er haft eft­ir Skarp­héðni í til­kynn­ingu Rúv í dag.

Hera með um 3.300 fleiri at­kvæði en Bash­ar

Hera Björk hlaut sam­tals um 3.300 fleiri at­kvæði en Bash­ar Murad í ein­víg­inu, en Bash­ar hafði þó fengið flest at­kvæði í fyrri um­ferð. Vann Murad fyrri um­ferðina með rúm­lega 47 þúsund at­kvæðum, en Hera var með rúm­lega 32 þúsund at­kvæði, en þar fær dóm­nefnd­in helm­ings­vægi á móti al­menn­ingi.

Al­menn­ing­ur sner­ist hins veg­ar á sveif með Heru Björk í ein­víg­inu og hlaut hún þar 68.768 at­kvæði á sama tíma og Bash­ar Murad hlaut 49.832 at­kvæði.

Lagið Scared of Heig­hts vann því ein­vígið með 18.936 at­kvæðum þegar aðeins al­menn­ing­ur kaus á milli lag­anna tveggja.

Sam­an­lögð at­kvæði beggja um­ferða og með at­kvæðum dóm­ara skipt­ust þannig að Hera var með 100.835 at­kvæði og Bash­ar Murad 97.495 at­kvæði.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason