Fleiri á móti þátttöku Íslands í Eurovision

Hera Björk flytur lagið Scared of Heights.
Hera Björk flytur lagið Scared of Heights. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri Íslendingar vilja að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár en þeir sem vilja að þjóðin taki þátt. 

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Samkvæmt niðurstöðunum hennar voru 32,3% svarenda hlynntir þátttöku Íslands í keppninni en 42,2% andvígir henni. Þá voru 25,5% svarenda sama.

Ríkisútvarpið tilkynnti fyrr í vikunni að Hera Björk færi út til Malmö og myndi keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd með laginu Scared of Heights.

Fram að því var ekki ljóst hvort Ísland myndi taka þátt í ár. Annars vegar var hávær krafa um að Ísland sniðgengi keppnina vegna þátttöku Ísraels og hins vegar var vandræðagangur í kringum atkvæðagreiðsluna í lokaeinvígi söngvakeppninnar hér heima sem setti strik í reikninginn.

Tæp 40% óánægð

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru 39,5% svarenda óánægðir með framlag Íslands í keppninni í ár. 33,4% voru ánægð og 27,1% voru í meðallagi sátt.

Þess ber þó að geta að fleiri Íslendingar vildu að lagið hennar Heru yrði valið sem framlag Íslands fram yfir lag Bashars Murad, Wild West. Þannig voru 42% svarenda hlynntari því að lagið hennar Heru myndi sigra einvígið samanborið við 37,9% sem voru hrifnari af laginu hans Bashar. 20% svarenda var alveg sama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir