Miley þakkar Beyoncé fyrir samstarfið

Miley Cyrus og Beyoncé unnu saman að laginu „II Most …
Miley Cyrus og Beyoncé unnu saman að laginu „II Most Wanted“. AFP/Robyn Beck/Angela Weiss

Miley Cyr­us þakkaði Beyoncé inni­lega fyr­ir sam­starf þeirra á lag­inu „II Most Wan­ted“ á nýrri plötu Beyonce, Cow­boy Cart­er, sem kom út í dag.

„Ég elskaði Beyoncé löngu áður en ég fékk tæki­færið til að hitta hana og vinna með henni. Aðdáun mín ligg­ur svo miklu dýpra nú þegar ég hef fengið að skapa með henni,“ sagði í færslu Cyr­us á sam­fé­lags­miðlum. 

Þá þakkaði hún Beyoncé fyr­ir og sagði að hún væri „allt og svo miklu meira“. 

Auk Miley Cyr­us koma Dolly Part­on, Linda Martell og Willie Nel­son fyr­ir á nýju plöt­unni en plat­an er markaðssett sem kántrí-plata. Á henni má þó einnig finna popp, rokk, R&B, blús og folk tónlist.

Cow­boy Cart­er er átt­unda plata Beyoncé og er önn­ur plat­an í þríleik sem Beyoncé samdi á meðan heims­far­ald­ur­inn geisaði. Sú fyrsta var plat­an Renaiss­ance sem kom út árið 2022. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka