Lizzo: „Ég er hætt“

Lizzo er 35 ára gömul.
Lizzo er 35 ára gömul. AFP/Oli Scarff

Banda­ríska popp­stjarn­an Lizzo seg­ist vera „hætt“ þar sem hún sé orðin þreytt á því að vera gagn­rýnd fyr­ir út­lit sitt og per­sónu. 

Lizzo greindi frá þessu á In­sta­gram en óljóst er hvað ná­kvæm­lega hún sé í hætt í, hvort það sé á sam­fé­lags­miðlum, í tón­list­ar­brans­an­um eða öðru. 

Lizzo hef­ur verið ötul í að berj­ast gegn  lík­ams­s­mán­un og fitu­for­dóm­um og hef­ur reglu­lega for­dæmt þá sem setja út á lík­ama henn­ar og annarra. 

Þá vakti það at­hygli í fyrra er fyrr­ver­andi dans­ar­ar Lizzo höfðuðu mál gegn henni og sökuðu hana um kyn­ferðis­lega áreitni, mis­mun á grund­velli fötl­un­ar og kynþátta­for­dóma.

Vill ein­ung­is gleðja fólk

„Ég er orðin þreytt á því að þurfa að þola það að vera dreg­in niður af öll­um í lífi mínu og á in­ter­net­inu. Það eina sem ég vil er að búa til tónlist og gleðja fólk og hjálpa heim­in­um að verða að betri stað en þegar ég fann hann. Mér er stöðugt stillt upp við vegg lyga sem sagðar eru um mig fyr­ir völd og áhorf,“ sagði í færslu Lizzo. 

Þá seg­ir að stöðugt sé gert grín að út­liti henn­ar og per­sóna henn­ar gagn­rýnd af fólki sem þekk­ir hana ekki. 

„Ég skráði mig ekki til leiks fyr­ir þenn­an skít. ÉG ER HÆTT.“

Lizzo í Óskarsverðlaunaveislu Vanity Fair fyrr í þessum mánuði.
Lizzo í Óskar­sverðlauna­veislu Vanity Fair fyrr í þess­um mánuði. AFP

Færsl­an er birt degi eft­ir að hún kom fram á kosn­ingaviðburði demó­krata fyr­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta. Ron Zambrano, lögmaður fyrr­ver­andi dans­ara Lizzo, sagði það vera til skamm­ar að Lizzo skuli fá að koma fram á slík­um viðburði á meðan mála­ferli gegn henni væri í gangi.  

Lizzo er 35 ára göm­ul og heit­ir í raun Mel­issa Vi­via­ne Jef­fer­son. 

Fyrr í þess­um mánuði birti hún færslu á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún sagðist vera spennt fyr­ir framtíð sinni í tónlist og að hún væri að semja „bestu tónlist lífs síns“.

Óljóst er hvort að Lizzo ætli að gefa út þá tónlist. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lizzo (@lizzo­beeating)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell