Lizzo: „Ég er hætt“

Lizzo er 35 ára gömul.
Lizzo er 35 ára gömul. AFP/Oli Scarff

Bandaríska poppstjarnan Lizzo segist vera „hætt“ þar sem hún sé orðin þreytt á því að vera gagnrýnd fyrir útlit sitt og persónu. 

Lizzo greindi frá þessu á Instagram en óljóst er hvað nákvæmlega hún sé í hætt í, hvort það sé á samfélagsmiðlum, í tónlistarbransanum eða öðru. 

Lizzo hefur verið ötul í að berjast gegn  lík­ams­s­mán­un og fitu­for­dóm­um og hef­ur reglu­lega for­dæmt þá sem setja út á lík­ama henn­ar og annarra. 

Þá vakti það athygli í fyrra er fyrrverandi dansarar Lizzo höfðuðu mál gegn henni og sökuðu hana um kyn­ferðis­lega áreitni, mis­mun á grund­velli fötl­un­ar og kynþátta­for­dóma.

Vill einungis gleðja fólk

„Ég er orðin þreytt á því að þurfa að þola það að vera dregin niður af öllum í lífi mínu og á internetinu. Það eina sem ég vil er að búa til tónlist og gleðja fólk og hjálpa heiminum að verða að betri stað en þegar ég fann hann. Mér er stöðugt stillt upp við vegg lyga sem sagðar eru um mig fyrir völd og áhorf,“ sagði í færslu Lizzo. 

Þá segir að stöðugt sé gert grín að útliti hennar og persóna hennar gagnrýnd af fólki sem þekkir hana ekki. 

„Ég skráði mig ekki til leiks fyrir þennan skít. ÉG ER HÆTT.“

Lizzo í Óskarsverðlaunaveislu Vanity Fair fyrr í þessum mánuði.
Lizzo í Óskarsverðlaunaveislu Vanity Fair fyrr í þessum mánuði. AFP

Færslan er birt degi eftir að hún kom fram á kosningaviðburði demókrata fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Ron Zambrano, lögmaður fyrrverandi dansara Lizzo, sagði það vera til skammar að Lizzo skuli fá að koma fram á slíkum viðburði á meðan málaferli gegn henni væri í gangi.  

Lizzo er 35 ára gömul og heitir í raun Melissa Viviane Jefferson. 

Fyrr í þessum mánuði birti hún færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera spennt fyrir framtíð sinni í tónlist og að hún væri að semja „bestu tónlist lífs síns“.

Óljóst er hvort að Lizzo ætli að gefa út þá tónlist. 

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir