Bubbi krotaði ekki á eigur annarra

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Eyþór

Það vakti athygli þegar í ljós kom að Bubbi Morthens reyndist vera huldulistamaðurinn Blanksy sem hafði krotað á auglýsingaskilti og eigur áhrifavalda í gjörningi Öryrkjabandalags Íslands.

Bubbi segist þó ekki hafa gengið svo langt að krota á eigur annarra.

„Síður en svo. Það voru allir með, áhrifavaldar og listamenn. Einhvern tímann hefði ég verið líklegur til þess að gera slíkt upp á eigin spýtur en sá tími er liðinn. Þetta var átak til þess að vekja athygli á stöðu öryrkja og þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélagi okkar. Þessi gjörningur var frumleg og skemmtileg hugmynd til þess að vinna með ungu fólki og ná til allra með nýrri og öðruvísi nálgun. Ég held að það hafi tekist,“ segir Bubbi.

„Það er til háborinnar skammar að við búum í þjóðfélagi þar sem öryrkjar og láglaunastéttir ná ekki endum saman. Fármagnið er til staðar en áherslurnar í samfélaginu eru skakkar og ósanngjarnar. Að þetta skuli vera niðurstaðan. Viljum við fara svona með fólk?“

Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna.
Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna. Mynd/ÖBÍ
Bubbi Morthens er Blanksy.
Bubbi Morthens er Blanksy. Mynd/ÖBÍ
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg