Fær kvíðahnúta í magann yfir Eurovision

Dr. Arnar Eggert Thoroddsen.
Dr. Arnar Eggert Thoroddsen.

Arnar Eggert Thoroddsen tón­listar­fræðing­ur, blaðamaður og gagn­rýn­andi, hyggst sniðganga Eurovison í ár vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu. 

Arnar, sem lengi vel skrifaði um söngvakeppnina í Morgunblaðið kveðst ekki hafa lyst á að koma nálægt umfjöllun um keppnina í færslu á Facebook-reikningi sínum, og kveðst hafa sagt sig frá öllum skrifum um hana árið 2019 er hún var haldin í Ísrael. 

„Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ segir Arnar í færslu sinni.

Sturlunin blasi við

Hann segir það sama vera upp á teningnum í ár. Hann hafi ekki skrifað um íslensku lögin líkt og hann geri ávalt og muni sniðganga aðalkeppnina, sem sé mikil synd enda hafi hann afar gaman að keppninni sem sé afar mikilvæg poppfræðilega að hans mati og hreyfi við sköpunarþróttinum.

„Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga.“

Færslu Arnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka