„Brynjar getur sameinað alla þjóðina“

Margir vilja sjá Brynjar lýsa Eurovision, þá ekki síst hann …
Margir vilja sjá Brynjar lýsa Eurovision, þá ekki síst hann Sigmundur Davíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Brynjar getur sameinað alla þjóðina. Ýmist það að menn ergja sig á honum og hneykslast eða þeir hafa gaman af honum. Eða þeir vilja bara fylgjast með og spá „hvað er eiginlega í gangi þarna, hvert er þessi maður að fara og af hverju er maður sem hefur ekki séð Eurovision í 50 ár að reyna lýsa þessu?““

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um hugmynd sína um að fá Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að lýsa Eurovision-söngvakeppninni í Malmö í maí.

Brynj­ar sagði í samtali við mbl.is í gær að hann væri reiðubúinn að lýsa Eurovision ef Sig­mund­ur væri til í að gera það með hon­um.

Stofnaður hefur verið undirskriftalisti á island.is til að skora á Ríkisútvarpið og Brynjar að fá Brynjar til að lýsa Eurovision. Sigmundur kveðst til í að lýsa Eurovision með Brynjari.

Ágústa Eva og Brynjar tvíeyki sem myndi virka

Ert þú til í að lýsa Eurovision með honum?

„Ef það er það sem þarf, þá er ég reiðubúinn. En ég held að það væri hins vegar betra ef hann fengi einhvern annan. Mér hefur dottið í hug Helgu Möller og hann Sigga Gunnars, sem var á K100.

En svo held ég að ég hafi dottið niður á bestu lausnina sem er sú að fá Ágústu Evu Erlendsdóttur til að vera honum til halds og trausts og lýsa keppninni – Sylvíu Nótt. Það væri tvíeyki sem myndi virka,“ segir Sigmundur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boltinn núna hjá Ríkisútvarpinu

Boltinn er því hjá Ríkisútvarpinu sem hefur enn ekki boðið Brynjari að lýsa keppninni. Sigmundur segir að þjóðin þurfi eitthvað til að sameinast um, eitthvað sem Íslendingar gerðu áður fyrr með því að horfa á Eurovision.

„En svo snerist það upp í andhverfu sína með tómum leiðindum og veseni síðustu misseri. En Brynjar er maðurinn til að bjarga því – bjarga Eurovision fyrir komandi kynslóðir,“ segir Sigmundur og bætir við:

„Ég veit að hann er búin að fá mjög mikil viðbrögð og hvatningu, það hafa margir komið að máli við hann og lýst yfir stuðningi við þetta. Mér skilst að hann verði í einhverjum viðtölum næstu daga þannig núna er boltinn á leiðinni til RÚV, sem ég tel að ætti að fagna þessu tækifæri til að bjarga söngvakeppninni.“

Þess má geta að Brynjar Níelsson verður gestur í Spursmálum á mbl.is kl. 14. Auk hans verða Kolbrún Bergþórsdóttir, Elliði Vignisson og Hanna Katrín Friðriksson gestir í þættinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar