Þessi eru tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur

Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Hildur Knútsdóttir og Sigrún Eldjárn eru …
Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Hildur Knútsdóttir og Sigrún Eldjárn eru meðal tilnefndra. Samsett mynd

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024 voru upplýstar nú síðdegis, en tilnefndar eru fimm bækur í þremur flokkum.

Í flokki frumsaminna skáldverka eru tilnefndar:

  • Hrím eftir Hildi Knútsdóttur (JPV útgáfa)
  • Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason (Mál og menning)
  • Mömmuskipti eftir Arrndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur (Mál og menning)
  • Stolt eftir Margréti Tryggvadóttur (Mál og menning)
  • Svona tala ég eftir Helen Cova (Karíba)

Í flokki myndlýsinga eru tilnefndar:

  • Skrímslavina­félagið myndlýsing sem Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndlýsti (JPV útgáfa)
  • Fjaðrafok í mýrinni sem Sigrún Eldjárn myndlýsti (Mál og menning)
  • Álfar sem Rán Flygenring myndlýsti (Angústúra)
  • Ég þori! Ég get! Ég vil! sem Linda Ólafsdóttir myndlýsti (Mál og menning)
  • Einstakt jólatré sem Linn Janssen myndlýsti (Mál og menning)

Í flokki þýðinga eru tilnefndar:

  • Múmínálfarnir og hafshljómsveitin sem Gerður Kristný þýddi (Mál og menning)
  • Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik sem Þórarinn Eldjárn þýddi (Mál og menning)
  • Tannburstunardagurinn mikli sem Ásta Halldóra Ólafsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa)
  • Hvernig er koss á litinn? sem Svanlaug Pálsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa)
  • Hænsnaþjófurinn sem Ásta Halldóra Ólafsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa)

Í dómnefnd sitja Sunna Dís Jensdóttir formaður, Anna C. Leplar og Arngrímur Vídalín. Verðlaunin verða veitt í Höfða síðasta vetrardag, 24. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir