Leik- og söngvarinn Will Smith stal senunni á Coachella um helgina þegar hann birtist óvænt á sviðinu klæddur upp eins og Agent J, karakter hans úr kvikmyndaseríunni Men in Black. Smith steig á svið ásamt kólumbíska tónlistarmanninum J Balvin. Saman fluttu þeir titillag fyrstu kvikmyndarinnar sem kom út árið 1997.
Áhorfendur fögnuðu ákaft þegar Smith, 55 ára, mætti á svið og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Smith rappaði ásamt J Balvin, en atriði kólumbíska tónlistarmannsins var með geimþema.
Meðal áhorfenda voru eiginkona og sonur Smith, leikkonan Jada Pinkett Smith og rapparinn Jaden Smith.
Smith hefur haldið sig frá sviðsljósinu í þó nokkurn tíma eða frá því hann fór upp á svið og löðrungaði leikarann Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2022.
J Balvin just brought out Will Smith and he performed Men In Black at #Coachella pic.twitter.com/zc1svlN0VV
— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod 🇸🇴 (@big_business_) April 15, 2024