Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad tekur þátt í Falastinvision, söngvakeppni sem haldin er sem andsvar við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Ástæðan fyrir keppninni er þátttaka Ísrael í evrópsku söngvakeppninni. Falastinvision tilkynnti um þátttöku Bashar fyrr í dag.
Bashar vakti heimsathygli fyrr á árinu þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagi sínu, Wild West. Hann komst áfram í seinni undanúrslitum söngvakeppninnar í febrúar og endaði í öðru sæti á sjálfu úrslitakvöldinu. Bashar laut í lægra haldi fyrir Heru Björk.
Falastinvision mun vekja sérstaka athygli á málefnum Palestínu og fagna palestínskri menningu. Keppnin er auglýst sem söngvakeppni án þjóðarmorða.
Öllum er velkomið að taka þátt og senda inn lag, hvar sem er í heiminum og sýna þannig almenningi í Palestínu stuðning.
Aðalkeppni Falastinvision verður haldin sama dag og aðalkeppni Eurovision, 11. maí næstkomandi. Keppninni verður streymt um allan heim.
Víða hefur verið kallað eftir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni vegna átakanna á Gaza.
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva veittu Ísrael leyfi til að taka þátt eftir að landið breytti nafni og texta lagsins sem er framlag þeirra.
Lagið Hurricane, hét fyrst October Rain og vísaði með beinum hætti til árása Hamas-samtakanna hinn 7. október í fyrra, sem varð um 1.200 Ísraelsmönnum að bana