Í fyrstu heimsókn eftir krabbameinsgreiningu Katrínar

Vilhjálmur tók ærlega til hendinni.
Vilhjálmur tók ærlega til hendinni. Samsett mynd

Vilhjálmur Bretaprins sneri aftur til opinberra starfa í gærdag þegar hann heimsótti góðgerðarsamtökin Surplus in Supper. Er þetta í fyrsta sinn sem hann sinnir opinberum skylduverkum frá því að Katrín eiginkona hans tilkynnti um krabbameinsgreiningu sína í mars.

Vilhjálmur fékk hlýjar móttökur frá sjálfboðaliðum samtakanna er hann hjálpaði til við að sinna ýmsum verkefnum.

Prinsinn átti vart orð þegar Rachel Candappa, 71 árs gamall sjálfboðaliði, afhenti honum tvö handskrifuð bréf sem innihéldu hlýjar batakveðjur til Katrínar og Karls III Bretakonungs. Bæði eru þau í veikindaleyfi frá störfum vegna krabbameinsmeðferða.

Candappa var einnig með skilaboð til prinsins, en hún klappaði Vilhjálmi á öxlina og sagði honum að passa vel upp á eiginkonu sína, sem hann lofaði að gera.

Karl III Bretakonungur greindist með krabbamein í febrúar. Fannst krabbameinið er hann fór í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirti. Katrín hefur ekki greint frá því hvaða krabbamein hún berst við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir