Kveiktu næstum því í sumarbústaðnum

Aron Már þurfti að fá súrefni sökum reyks.
Aron Már þurfti að fá súrefni sökum reyks. Skjáskot af Instagram

Aron Már Ólafsson leikari þurfti að fá súrefni eftir að það kviknaði í sinu við sumarbústað hans og systur hans, Birtu Lífar Ólafsdóttur, markaðsfræðings og hlaðvarpsstjórnanda. 

Aron Már og Birta Líf halda úti Instagram-síðunni Systkinasumó og greindu þar frá brunanum í dag. 

„Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum því í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ sagði Aron og útskýrði tildrög brunans. 

Hann og pabbi þeirra voru að skera niður tré í kringum bústaðinn til þess að draga úr eldhættu. 

Til þess notuðust þeir við vélsög. Blossi myndaðist svo í mosa útfrá söginni. 

„Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ sagði Aron Már og smellti fingri.

Hann þurfti að fá súrefni í sjúkrabíl sökum reyksins sem myndaðist en slökkviliðið náði niðurlögum eldsins síðdegis. Systkinin þökkuðu slökkviliðinu fyrir vel unnin störf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar