Gekk rauða dregilinn í gervi Beavis

Félagarnir slógu í gegn á rauða dreglinum.
Félagarnir slógu í gegn á rauða dreglinum. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Ryan Gosling mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar The Fall Guy í Los Angeles klæddur upp eins og teiknimyndakarakterinn Beavis. Mikey Day, liðsmaður Saturday Night Live, fylgdi leikaranum niður rauða dregilinn í gervi Butt-Head.

Gosling fór á kostum sem gestastjórnandi Saturday Night Live þann 13. apríl síðastliðinn, en eftirminnilegasta atriði þáttarins var án efa þegar hann og Day stældu teiknimyndakarakteranna Beavis og Butt-Head í senu sem kitlar hverja hláturtaug. 

Gosling og Day stóðust því ekki mátið og endurtóku leikinn á rauða dreglinum á þriðjudag, en spaug félaganna vakti ómælda kátínu meðal viðstaddra. 

Leikararnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara og fengu bresku leikkonuna Emily Blunt, sem fer með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni, til að skella upp úr í miðju viðtali á rauða dreglinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg