Hinn raunverulegi eltihrellir ræðir við Piers Morgan

Fiona Harvey ræðir við Piers Morgan.
Fiona Harvey ræðir við Piers Morgan. Samsett mynd/Twitter/Netflix

Skoski lögfræðingurinn Fiona Harvey, sem segir karakter eltihrellisins Mörthu úr Netflix-þáttunum Baby Reindeer byggja á sér, mun veita fjölmiðlamanninum Piers Morgan sitt fyrsta sjónvarpsviðtal. 

Þátturinn verður sýndur í dag í Piers Uncensored. Morgan birti mynd af sér ásamt Harvey í myndveri þáttarins á X-reikningi sínum. 

Hefur fengið líflátshótanir vegna þáttana

Netflix-þættirnir eru sannsögulegir og byggja á reynslu höfundarins og aðalleikarans Richard Gadd af kvenkyns eltihrelli. Gadd kvaðst hafa breytt ýmsu í fari eltihrellisins til að áhorfendur myndu ekki þekkja Harvey í þáttunum. 

Virðist Gadd þó hafa vanmetið mátt og þrautseigju netverja, en þeir voru ekki lengi að leita Harvey uppi og hefur hún tjáð fréttamiðlum að henni hafi borist svívirðingar og líflátshótanir í kjölfarið. 

Hefur Gadd nú biðlað til áhorf­enda að leita hvorki eltihrellinn né aðrar per­són­ur í þátt­un­um uppi.

Óneitanleg líkindi

Harvey hefur áður veitt viðtöl, en þó aldrei í sjónvarpi. Veitti hún meðal annars Daily Mail viðtal, en miðillinn ákvað að nafngreina hana ekki á sínum tíma.

Harvey íhugar að leita réttar síns þar sem hún telur Gadd ekki hafa breytt líkindum hennar nóg í gerð karaktersins Mörthu. 

Til að mynda sé Martha, sem er leik­in af Jessicu Gunn­ing, einnig skosk, lög­fræðimenntuð, tutt­ugu árum eldri en Gadd og á sér sögu að baki sem elti­hrell­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg