Sviss vann Eurovision

Nemo heldur á lofti hljóðnemanum eftir að hafa unnið Eurovision.
Nemo heldur á lofti hljóðnemanum eftir að hafa unnið Eurovision. AFP/Tobias Schwarz

Nemo frá Sviss vann Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva með lag­inu The Code. Baby Lasagna frá Króa­tíu varð í öðru sæti með lagið Rim Tim Tagi Dim.

Nemo þegar ljóst var að hán hafði unnið Eurovision í …
Nemo þegar ljóst var að hán hafði unnið Eurovisi­on í ár. AFP/​Tobi­as Schw­arz
Nemo flutti lagið The Code fyrir Sviss.
Nemo flutti lagið The Code fyr­ir Sviss. AFP/​Jessica Gow
Króatíski söngvarinn Marko Purišić, einnig þekktur sem Baby Lasagna.
Króa­tíski söngv­ar­inn Mar­ko Purišić, einnig þekkt­ur sem Baby Lasagna. AFP/​Jessica Gow

Baulað í Mal­mö

Áhorf­end­urn­ir í Mal­mö bauluðu þegar Ísra­el kynnti dóm­nefnd­arstig­in sín. Ísra­el­ar gáfu Lúx­em­borg 12 stig en flytj­and­inn Tali er frá Ísra­el.  

Einnig var baulað í hvert skipti sem Ísra­el fékk stig frá dóm­nefnd­um frá hverju landi fyr­ir sig.

Þá var baulað þegar átti að til­kynna stig al­menn­ings fyr­ir Ísra­el en landið hlaut 323 stig og var tíma­bundið í fyrsta sæti, með 375 heild­arstig. Í kjöl­far þeirr­ar stiga­gjaf­ar þagnaði í áhorf­end­um í Mal­mö.

Íslenska dóm­nefnd­in gaf Frakklandi 12 stig en það var Friðrik Ómar Hjör­leifs­son sem til­kynnti stig­in.

Hin rússneska og ísraelska Eden Golan söng lagið Hurricane fyrir …
Hin rúss­neska og ísra­elska Eden Gol­an söng lagið Hurrica­ne fyr­ir Ísra­el. AFP/​Jessica Gow

Um­deild keppni 

Keppn­in var sér­lega um­deild í ár vegna þátt­töku Ísra­els í keppn­inni í skugga stríðsrekst­urs rík­is­ins á Gasa­svæðinu.

Palestínski fán­inn og varn­ing­ur sem ber með sér póli­tísk skila­boð var bannaður í Ar­ena-höll­inni í Mal­mö þegar keppn­in stóð yfir.

Til­kynnt var fyr­ir keppn­ina að hver sá sem reyndi að koma inn í höll­ina með palestínsk­an fána eða varn­ing sem hef­ði póli­tísk skila­boð yrði stöðvaður við inn­gang­inn.

Franski söngvarinn Slimane Nebchi söng lagið Mon amour fyrir Frakkland.
Franski söngv­ar­inn Slima­ne Nebchi söng lagið Mon amour fyr­ir Frakk­land. AFP/​Tobi­as Schw­arz

Keppn­in sniðgeng­in

Haldn­ir voru sam­stöðutón­leik­ar með Palestínu í Há­skóla­bíói á sama tíma og fyrri undan­keppn­in fór fram á þriðju­dags­kvöldið. 

Falast­in­visi­on var svo hald­in í Bíó para­dís í kvöld á sama tíma og Eurovisi­on fyr­ir þau sem vildu sniðganga keppn­ina.

Heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa telja að um 35.000 Palestínu­menn hafi fallið í árás­um Ísra­els­hers sem hafa staðið yfir frá 7. októ­ber í fyrra.

Finnska atriðið var lagið No rules! með Windows95man.
Finnska atriðið var lagið No ru­les! með Windows95m­an. AFP/​Jessica Gow
Söngkonan Tali söng lagið Fighter fyrir Lúxemborg.
Söng­kon­an Tali söng lagið Fig­hter fyr­ir Lúx­em­borg. AFP/​Jessica Gow
Armeníska söngkonan Jaklin Baghdasaryan söng lagið Jako fyrir land sitt.
Armen­íska söng­kon­an Ja­k­lin Bag­hdas­ary­an söng lagið Jako fyr­ir land sitt. AFP/​Tobi­as Schw­arz
Írska nornin Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, söng Doomsday …
Írska norn­in Bambie Ray Robin­son, eða Bambie Thug, söng Dooms­day blue fyr­ir Írland. AFP/​Tobi­as Schw­arz
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason