Verðlaunin gáfu okkur byr undir báða vængi

Brynjólfur Óli Árnason, Jakob E. Jakobsson og Sigurður Flosason skipuleggja …
Brynjólfur Óli Árnason, Jakob E. Jakobsson og Sigurður Flosason skipuleggja Sumarjazzinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkaskiptingin er sú að Sigurður sér um prógrammið en við berum ábyrgð á smurbrauði, bjór og sól. Þetta hefur gefið góða raun,“ segir Jakob E. Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni.

Nú styttist óðum í að tónleikaröðin Sumarjazz hefji göngu sína á Jómfrúnni við Lækjargötu. Þetta verður 29. sumarið í röð sem djassinn dunar á Jómfrúartorginu á laugardögum og fyrstu tónleikarnir fara fram daginn sem Íslendingar velja sér nýjan forseta, hinn 1. júní. Sem fyrr er tónlistarmaðurinn Sigurður Flosason listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar en hann hefur sinnt því starfi næstum frá upphafi.

„Við erum ekki að láta það hafa áhrif á okkur þótt lýðveldið Ísland fái nýjan forseta þennan dag. Við siglum okkar sjó hvern einasta laugardag á sumrin, hvort sem það rekst á við Menningarnótt, Reykjavík Pride eða hvað. Og það er leikið utandyra nema það mígrigni eða menn fái raflost úr hljóðfærunum vegna vætu. Við þurftum bara að færa okkur inn einu sinni í fyrrasumar,“ segir Jakob.

Hann lætur vel af samstarfinu við Sigurð Flosason. „Sigurður varð sextugur í vetur og hélt frábæra tónleika í Hörpu. Þar opinberaðist mér hvers slags stórveldi hann er í íslensku tónlistarlífi. Ég er því afskaplega stoltur og þakklátur fyrir að hann nenni að standa í þessu með okkur. Um leið segir það þó líka sitt um hvaða stöðu þessi tónleikaröð hefur í menningarlífi borgarinnar,“ segir Jakob en Sumarjazzinn var verðlaunaður sem Tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu.

„Það gefur okkur auðvitað byr undir báða vængi. Við ákváðum að standa sérstaklega vel að dagskránni í ár. Hún verður einkar glæsileg,“ segir veitingamaðurinn. Það verður Kvartett Kára Egils sem ríður á vaðið í ár og svo taka við þekktar konur út júní; Kvartett Sunnu Gunnlaugs, Sálgæslan og Andrea, Kvintett Stínu Ágústs og Kristjana Stefáns kvartett. Júlímánuður hefur á sér alþjóðlegan blæ því þá troða upp kvintett dönsku söngkonunnar Cathrine Legardh, norska trompetstjarnan Oscar Andreas Haug og tríó Benjamíns Gísla og kvartett hinnar vinsælu söngkonu Majken Christiansen frá Noregi. Latínband Tómasar R. Einarssonar klárar svo dagskrána í júlí. Ágústmánuður byrjar með látum þegar Þór Breiðfjörð syngur Gling-gló og í kjölfarið fylgja svo tónleikar með Margrét Eiri og þeim Rebekku Blöndal og Karli Olgeirssyni sem fagna aldarafmælum söngstjörnunnar Sarah Vaughn og kvikmyndatónskáldsins Henris Mancinis. Á Menningarnótt mun listræni stjórnandinn sjálfur eiga sviðið þegar Family Flosason stígur á svið. Fusionbandið Gammar slær svo botninn í sumartónleikaröðina.

„Dagskráin er mjög forvitnileg. Þarna verða frábærir íslenskir tónlistarmenn en líka skandinavískur bragur á. Þetta tikkar í öll okkar box,“ segir Jakob.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir