Það er kostnaðarsamt fyrir Harry og Meghan að viðhalda lífsstíl sínum í Kaliforníu. Þau eiga afar stórt hús og fasteignasérfræðingar segja að kostnaðurinn við að reka það sé álíka hár og að reka lítið lúxushótel. Þetta kemur fram í umfjöllun Express.co.uk.
Harry og Meghan fluttu í setrið í Montecito árið 2020 þegar þau sögðu sig frá konunglegum störfum. Setrið státar af níu svefnherbergjum, 16 baðherbergjum, sundlaug, tennisvelli og umfangsmiklum görðum. Á lóðinni er gestahús, heilsulind, vínkjallari, líkamsræktarherbergi, bókasafn og margt fleira. Reyndar er bara pláss fyrir fimm bíla í bílskúrnum.
Sérfræðingar á fasteignamarkaði segja líklegt að það kosti hundruð þúsunda punda á ári að reka heimilið sem metið er á 12 milljónir punda.
„Það er mikil vinna að reka svona stórt hús. Það þarf að hafa marga starfsmenn í vinnu til að sjá um utanumhald, viðhald, garðinn, þrif og öryggisgæslu. Þetta gætu verið allt að 10-15 manns á launum,“ segir Eric Bramlett eigandi fasteignasölu. „Bara launakostnaðurinn einn og sér tekur í.“