Búin að fá sig fullsadda á frægðinni

Ellen DeGeneres kveður skemmtanabransann.
Ellen DeGeneres kveður skemmtanabransann. Ljósmynd/AFP

Ellen DeGeneres, leikkona, uppistandari og fyrrum spjallþáttastjórnandi, segist vera búin að fá sig fullsadda á frægðinni.

DeGeneres, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hartnær 40 árum síðan, tilkynnti nýverið að hún ætli að hætta í skemmtanabransanum og stíga úr sviðsljósinu að loknum Bandaríkjatúr, en hún hefur verið á ferðalagi með uppistand, titlað Ellen’s Last Stand...Up, síðustu vikur. Þann 17. ágúst stígur DeGeneres á svið í síðasta sinn.

DeGeneres var spurð um framtíðaráform á uppistandssýningu hennar í Santa Rosa í Kaliforníu á dögunum og sagðist hún tilbúin til að hefja nýjan kafla í lífi sínu.

„Þetta er í síðasta sinn sem þið sjáið mig,” sagði DeGeneres við forvitinn áhorfanda í salnum. 

Spjallþáttur DeGeneres, The Ellen DeGeneres Show, kvaddi skjáinn í maí 2022 eftir 19 ár í sýningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar