Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er úti um allt á samfélagsmiðlum. Teymið hennar og stuðningsmenn reyna nú eftir fremsta megni að ná til ungs fólks, þá sérstaklega til Z-kynslóðarinnar. Þeir sem tilheyra Z-kynslóðinni eru fæddir 1997-2013.
Harris tilkynnti um framboð sitt til að fá tilnefningu Demókrataflokksins á sunnudag, sama dag og Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann væri hættur við forsetaframboð.
Í gær skrifaði breska söngkonan Charli XCX færslu á X þar sem hún sagði „Kamala is brat“, „Kamala er frekjudós“ á íslensku, sem vísar til plötu hennar Brat sem kom út í júní. Platan hefur hlotið mikið lof.
kamala IS brat
— Charli (@charli_xcx) July 22, 2024
En hvaða merkingu hefur það að vera frekjudós í þessu samhengi? Og er það núna jákvætt að vera frekjudós?
Samkvæmt Charli XCX er frekjudós stelpa sem er meðal annars óskipulögð, hreinskilin, finnst gaman að djamma og segir stundum heimskulega hluti. Það þykir eftirsótt af aðdáendum Charli XCX að vera kallaðir „brat“.
„Brat“ er andstæðan við það sem hefur verið kallað „clean girl“ á samfélagsmiðlum, sem mætti þýða sem snyrtileg stelpa. Þær fara til dæmis snemma að sofa, hugsa vel um húðina, nota lítið af snyrtivörum og drekka helst matcha latte.
Þá er liturinn sem einkennir „brat“ eiturgrænn. Í kjölfar færslu Charli XCX hafa stuðningsmenn Harris gripið þetta. Nú er meðal annars opnunarmynd X-reikningsins Kamala HQ, sem er rekinn af kosningateymi Harris, eiturgræn.
@charlixcx what it means to be a brat :) #OffTheRecord ♬ Club classics - Charli xcx
Harris virðist nú einnig njóta mikilla vinsælda á TikTok. Síðustu þrjá daga hafa notendur miðilsins birt fjölmörg myndbönd af henni.
Meðal annars hafa brot úr kappræðum hennar og Mike Pence fyrrverandi varaforseta árið 2020 verið rifjuð upp. Þá er myndband af Harris þar sem hún talar um kókoshnetutré í mikilli dreifingu.
@flextillerson kamala harris edit to 360 by charli xcx. brat presidency #kamalaharris #kamala #biden #harris2024 #charli #charlixcx #brat #360 ♬ original sound - aly
@theonlycb3 If Kamala’s team is smart, they’ll have 🥥🌴 merch by tonight 😂😂😂 #KamalaHarris • • Before you start, i don’t care… #Coconuttree #2024election #president ♬ original sound - Charles Brockman III