Stórleikarar í nýrri kvikmynd um fundinn í Höfða

Leikararnir knáu: Jeff Daniels, J.K. Simmons og Jared Harris.
Leikararnir knáu: Jeff Daniels, J.K. Simmons og Jared Harris. Samsett mynd

Samkvæmt kvikmyndamiðlinum Deadline, munu stórleikararnir Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons, allir fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða. Myndin ber heitið Reykjavík: A Cold War Saga, og fjallar um það þegar þeir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hittust á sögulegum fundi árið 1986.

Í frétt Deadline, segir að Jeff Daniels muni fara með hlutverk Reagans, en hann hefur áður leikið í myndum á borð við The Martian og Dumb and dumber.

Þar segir einnig að Jared Harris muni leika Gorbachev, en hann er einnig þekktur fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við Chernobyl og Mad men. Þá mun óskarsverðlaunahafinn J.K. Simmons fara með hlutverk Georg Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

Jeff Daniels mun leika Ronald Reagan.
Jeff Daniels mun leika Ronald Reagan. Samsett mynd
Jared Harris leikur Gorbachev.
Jared Harris leikur Gorbachev. Samsett mynd

Tökur hefjist í október

Framleiðandi myndarinnar er kvikmyndaverið Sk Global, og mun Michael Russell Gunn leikstýra myndinni eftir eigin handriti, en verður myndin jafnframt frumraun hans í að leikstýra bíómyndum.

Samkvæmt heimildum Deadline, er búist við því að tökur myndarinnar hefjist í október á þessu ári, en þær munu að miklu leyti fara fram í Höfða. Enn liggur þó ekki fyrir hvenær myndin kemur út.

Frá leiðtogafundinum í Höfða 1986.
Frá leiðtogafundinum í Höfða 1986. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka