Laufey tilnefnd til VMA-verðlauna

Tónlistarkonan Laufey hefur verið tilnefnd til verðlauna á MTV VMA-verðlaunahátíðinni.
Tónlistarkonan Laufey hefur verið tilnefnd til verðlauna á MTV VMA-verðlaunahátíðinni. JAMIE MCCARTHY

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið tilnefnd til verðlauna á MTV VMA-verðlaunahátíðinni sem haldin verður í New York-borg þann 11. september næstkomandi.

Á hátíðinni eru bestu tónlistarmyndbönd, listamenn og lög ársins heiðruð og hefur lag Laufeyjar, Goddess, verið tilnefnt í flokki sem kallast „PUSH Performance of the Year“. Alls eru ellefu framúrskarandi tónlistarmenn tilnefndir í flokknum, en þeir hafa tekið þátt í svokallaðri PUSH herferð MTV á árinu.

Laufey hefur slegið rækilega í gegn um allan heim á undanförnum mánuðum, en hún byrjaði árið með stæl og hreppti Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Síðan þá hefur hún verið á tónleikaferðalagi um heiminn og spilað með heimsfrægum nöfnum úr tónlistarsenunni. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar