Phil Donahue látinn

Phil Donahue, fyrrum stjórnandi þáttanna „The Phil Donahue Show“, var …
Phil Donahue, fyrrum stjórnandi þáttanna „The Phil Donahue Show“, var frumkvöðull í bandarísku sjónvarpi. Brendan SMIALOWSKI / AFP

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Phil Donahue er látinn 88 ára að aldri. Hann lést á Manhattan síðastliðinn sunnudag eftir langvarandi veikindi.

„The Phil Donahue Show“ fór fyrst í loftið árið 1967 og var það fyrsti spjallþátturinn í bandarísku sjónvarpi, þar sem áhorfendur voru í salnum meðan hann var tekinn upp, og varð það fyrirmynd annarra slíkra spjallþátta sem fluttir voru um miðjan dag. 

Donahue tók oft og tíðum á viðkvæmum málefnum eins og fóstureyðingum, trúmálum og kynlífi, sem var nýjung á þeim tíma. Síðar tóku aðrir þekktir spjallþáttastjórnendur upp sama snið, þar á meðal Oprah Winfrey.

Donahue hlaut fjölda Emmy verðlauna fyrir þætti sína, en síðasti spjallþáttur Donahues fór í loftið í september 1996. 

Donahue kvæntist tvisvar. Fyrri kona hans var Margaret Cooney og voru þau gift frá 1958-1975. Áttu þau saman fimm börn og lifa fjögur þeirra föður sinn. Árið 1980 kvæntist Donahue leikkonunni Marlo Thomas. Þau kynntust við tökur á þætti Donahues, og var það að sögn beggja ást við fyrstu sýn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup