„Engin ástríða eða hugsjónir þarna á bak við“

Arnar Eggert segir fréttirnar af endurkomu Oasis risastórar.
Arnar Eggert segir fréttirnar af endurkomu Oasis risastórar. Samsett mynd

„Ég gæti talað næstu tvo daga um þetta,“ seg­ir tón­listar­fræðing­ur­inn Arn­ar Eggert Thorodd­sen um end­ur­komu rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Oasis sem hann lýs­ir sem eins kon­ar hús­bandi bresku þjóðar­inn­ar.

Eins og frægt er lagði hljóm­sveit­in skyndi­lega upp laup­ana árið 2009 eft­ir að aðal­g­ít­ar­leik­ari sveit­ar­inn­ar, Noel Gallag­her, sagði sig úr henni vegna erja við bróður sinn og aðal­sönga­var­ann Liam Gallag­her.

Síðan eru liðin 15 ár og hafa marg­ir velt fyr­ir sér mögu­legri end­ur­komu sveit­ar­inn­ar en hún varð loks staðfest í gær.

„Strák­arn­ir á pöbbn­um syngja með“

„Byss­urn­ar eru hljóðnaðar. Stjörn­urn­ar hafa raðast upp. Biðin er á enda. Komið og sjáið. Þessu verður ekki sjón­varpað,“ sagði í til­kynn­ingu sveit­ar­inn­ar um end­ur­kom­una en þar kom fram að hún muni halda í tveggja vikna tón­leika­ferðalag um Bret­land og Írland á næsta ári.

Arn­ar seg­ir frétt­irn­ar ekki hafa komið hon­um beint á óvart. Hann hafi í gegn­um tíðina sveifl­ast milli þess hvort Oasis muni snúa aft­ur eða ekki.

„En ég vissi al­veg að ef þetta myndi ger­ast yrði þetta risa­stórt af því þetta er svona hús­hljóm­sveit Breta að ein­hverju leyti, svona strák­arn­ir á pöbbn­um syngja með. Þetta eru risa­f­rétt­ir og bara áhuga­vert,“ seg­ir Arn­ar.

Allt tón­leik­ar á leik­vöng­um

Arn­ar hef­ur trú á að end­ur­fund­irn­ir muni ganga vel og ef­ast ekki um að sal­an á tón­leik­ana verði góð.

„Þú sérð að þetta eru allt leik­vang­ar á tím­um þar sem ekki er að selj­ast vel á leik­vanga­tón­leika al­mennt,“ seg­ir Arn­ar og bæt­ir við: 

„Það sýn­ir að það er mjög sterk staða hjá band­inu og þeir bræður munu aldrei ná upp í þess­ar hæðir í sitt­hvoru lagi. Á meðan það eru al­veg til dæmi um hitt, að ákveðnir lista­menn verða enn stærri en þær hljóm­sveit­ir sem þeir koma úr en það er ekki í þeirra til­felli.“

Rétt er að geta þess að liðsmenn Oasis eru eng­ir viðvan­ing­ar þegar kem­ur að því að spila fyr­ir mik­inn fjölda en árið 1996 hélt hljóm­sveit­in tvo 125 þúsund manna tón­leika í Knebsworth en enn þann dag í dag eru það fjöl­menn­ustu tón­leik­ar í sögu Bret­lands.

Pen­ing­arn­ir ráða för

Spurður hvort hann muni eft­ir sam­bæri­leg­um hljóm­sveitar­end­ur­fund­um seg­ist Arn­ar ekki muna eft­ir neinu á þess­um skala í fljótu bragði en hann tek­ur fram að hann ef­ist um að ástríða fyr­ir tón­list­inni liggi að baki end­ur­kom­unni.

„Þetta er auðvitað allt biss­ness, þetta ger­ist þegar það fer að tæm­ast í sjóðunum. Það er nú ekki flókn­ara en það.“

Þannig þú tel­ur ekki að það sé hug­sjón sem liggi að baki?

 „Alls ekki. Þetta eru kald­ir Norður-Eng­lend­ing­ar og það er eng­inn ástríða eða hug­sjón­ir þarna á bak við. Þetta eru bara pen­ing­ar.“

Þessi kenn­ing Arn­ars rím­ar ágæt­lega við orð Liams Gallag­her en árið 2010 gaf hann út að Oasis myndi ekki koma aft­ur sam­an fyrr en meðlim­ir sveit­ar­inn­ar væru komn­ir á haus­inn og þyrftu á pen­ing­un­um að halda.

„Ekk­ert lista­kjaftæði“

Arn­ar bæt­ir þó við að það hafi ekki alltaf verið pen­ing­ar sem réðu ferðinni hjá Oasis-liðum.

„Þegar þeir byrja og slá í gegn brunnu þeir al­veg fyr­ir að gera rokk og ról. Oasis var svipað og þegar pönkið kom á sín­um tíma. Oasis var svona retró.

Ein­föld lög, bítla­hljóma og bara stuð. Við erum ekk­ert að flækja þetta, ekk­ert lista­kjaftæði. Að því leit­inu til er Oasis ólík Blur,“ út­skýr­ir Arn­ar.

Að lok­um seg­ir hann aðspurður að upp­á­halds Oasis-lagið sitt sé Roll With It af hinni klass­ísku plötu (What's the Story) Morn­ing Glory? sem út kom árið 1995.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son