Vinurinn kemur út sem trans kona

Leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason var ánægður að fá Örnu Magneu …
Leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason var ánægður að fá Örnu Magneu í hlutverk trans konu, en hún er einmitt sjálf trans kona. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson

Í kvikmyndinni Ljósvíkingar eru mannlegar tilfinningar í brennidepli; gleði, sorg, ótti, kærleikur, hugrekki og brennandi ástríða. Á hátíðarfrumsýningu í vikunni var oft mikið hlegið en myndin kallaði líka fram tár á hvörmum. Sagan er um djúpa vináttu, stöðu okkar sem þjóðar og trans mál og er óhætt að segja að blaðamanni hlýnaði um hjartaræturnar við áhorfið.

Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason sýnir nú stærstu mynd sína til þessa. Hann notar fólk úr sínu nærumhverfi á Ísafirði sem fyrirmyndir einhverra persónanna, auk þess sem hann sækir eldivið í eigin reynslu af störfum í veitingageiranum og sjávarútvegi.

Sögur tengdapabba

Í gegnum tíðina hefur Snævar unnið ýmis störf, eins og kennslu í menntaskóla þar sem hann kenndi handritagerð, á Sjóminjasafninu á Ísafirði og á fiskveitingastaðnum Tjöruhúsinu, auk áðurnefndu fiskvinnslustarfa. Hann hefur nú síðustu tvö ár eingöngu helgað sig kvikmyndagerð, en Snævar vann að gerð heimildaþáttanna Skaginn og að nýjustu kvikmynd sinni, Ljósvíkingum.

Öll reynsla kemur til góða þegar gera á persónulega kvikmynd og ekki leitaði Snævar langt yfir skammt hvað varðar umhverfið. Ramminn utan um söguna eru gömul hús á Ísafirði sem eiga sér langa og merkilega sögu.

„Þetta er elsta húsaþyrping á Íslandi og eru húsin mjög sérstök og með mikla sögu. Tengdapabbi var myndlistarmaður og mikill áhugamaður um sagnfræði. Hann barðist líka fyrir verndun báta og náði að byggja upp flotta starfsemi þarna,“ segir hann, en innblástur að aðalsöguhetju myndarinnar er sóttur í persónu Jóns.

Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna …
Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks leika í Ljósvíkingum.

„Allt sem var tengt safninu, veitingarekstri, björgun gamalla báta, hver við erum sem þjóð og sögu Íslands notaði ég í myndinni, en tengdapabbi sagði mér margar sögur. Jón gerði ofboðlega mikið fyrir menninguna á svæðinu, en lét lítið á sér bera. Hann var hvunndagshetja. Ég man að hann sagði eitt sinn: „Við erum og urðum þjóð af því við kunnum að veiða fisk.“ Ég skrifaði þessa setningu niður, en hann hafði ekki hugmynd um það að ég var að punkta niður margt sem hann sagði. Ég hafði því úr miklu að moða og það er mikið frá honum sem fer inn í myndina.“

Að láta fólki líða vel

Um hvað er myndin Ljósvíkingar?

„Þetta er saga um vináttu og kærleika, en líka um breytingar. Björn Jörundur leikur Hjalta sem rekur Sjóminjasafnið og fiskveitingastað með besta vini sínum Birni og berst líka fyrir verndun gamalla báta,” segir Snævar og bætir við að hjónaband Hjalta mætti vera á betri stað.

Hjalti kemst svo sannarlega að því að allt er breytingum háð í þessu lífi.

„Besti vinurinn kemur út úr skápnum sem trans kona,“ segir Snævar, en bæði Hjalti og Björn, síðar Birna, þurfa að takast á við þær stóru breytingar.

„Og finna ljósið. Titillinn Ljósvíkingar vísar í það; eins og víkingar sem fóru í víking í leit að betra lífi eru þarna vinir sem berjast fyrir því góða í tilverunni; ljós og birtu. Hjartslátturinn í myndinni er vináttusambandið,“ segir Snævar.

Snævar sýnir nú sína stærstu mynd til þessa og er …
Snævar sýnir nú sína stærstu mynd til þessa og er spenntur að fá viðbrögð þjóðarinnar. mbl.is/Ásdís

„Markmið mitt var að búa til mynd sem skemmtir áhorfendum og heldur þeim í spennu að vita hvað gerist næst. En aðalmarkmiðið er samt sem áður að gera mynd sem lætur fólki líða betur með sjálft sig og lífið. Þetta er „feel good“ mynd,“ segir Snævar og vonast til að heyra hlátur í salnum, enda er myndin oft ansi spaugileg.

Ítarlegt viðtal er við Snævar Sölva í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir