Salka Sól tekur sæti sem þjálfari í söngþáttunum The Voice sem fara í loftið á SkjáEinum í október. Tökum á fyrstu þáttunum er lokið og gengu þær að mestu áfallalaust fyrir sig, þrátt fyrir að Salka hafi rifið af hnappinn sem hún notar til að snúa stólnum sínum við þegar henni líst vel á þátttakanda.
Salka Sól er án efa ein skærasta stjarna landsins um þessar mundir, vinsæl hjá ungum, öldnum og öllum sem fylla skarðið þar á milli. Hún hefur gert garðinn frægan með hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætrum, auk hefur hún tekið sæti þjálfara í sjónvarpsþáttunum The Voice sem hefja göngu sína á SkjáEinum í október. En eins og skáldið sagði „with great power comes great responsibility.“
Margar ungt fólk lítur upp til Sölku og því fylgir þrýstingur um að vera góð fyrirmynd. Salka tekur ábyrgðinni af æðruleysi og reynir að vera samkvæm sjálfri sér í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.