Sú yngsta í FÍH og nú í The Voice

Elísabet Ormslev fékk inngöngu inn í söngdeild FÍH aðeins 14 ára gömul og er sú yngsta sem hefur verið verið tekin inn í deildina. Hún lagði stund á söngnám þar næstu fjögur árin. Elísabet kláraði hins vegar ekki skólann, þegar komið var í framhaldsskóla var mikið að gera og hún ákveðin í því að læra förðun. Hún lagði því sönginn á hilluna um tíma og einbeitti sér að náminu.

Elísabet er núna menntaður förðunarfræðingur, starfar á Modus hár- og snyrtistofu og er sölu- og markaðsstjóri Hárvörur.is, nú 22 ára gömul. Hún á enn eftir að klára námið í FÍH en stefnir á að gera það við tækifæri. Elísabet hefur þó gripið í nóturnar við og við, meðal annars hefur hún sungið á jólatónleikum Stefáns Hilmarssonar síðustu tvö árin.

„Skerí“ að fara í sjónvarpsþátt

Ákvörðunin að taka þátt í The Voice var ekki auðveld. „Ég tók góðar 24 klukkustundir í að hugsa þetta. Ég spurði bara hvenær ég þyrfti að svara í síðasta lagi. Og svaraði eftir það,“ sagði Elísabet. Spurð um efann svaraði hún: „Það er skerí að vera að fara í sjónvarpsþátt!“ Fyrir rest ákvað hún að slá til. „Ég var með góða tilfinningu fyrir þessu. Ég fylgdi innsæinu og leyfði þessu bara að gerast.“

Síðari heimsstyrjöldin eitt af helstu áhugamálunum

Helstu áhugamál Elísabetar eru förðun og söngur, en hún á annað áhugamál sem færri vita um. Elísabet er mikil áhugamanneskja um síðari heimsstyrjöldina. „Áhuginn kviknaði þegar ég var í áttunda bekk, þá lærðum við fyrst um seinni heimsstyrjöldina. Mér fannst þetta svo áhugavert að ég fór á bókasafnið og las allt sem ég fann um efnið.“ Síðan þá hefur hún horft á og lesið allt efni sem hún kemst yfir um stríðið, bækur, heimildamyndir, kvikmyndir og þætti.

Aðspurð hvað það var sem vakti svona mikinn áhuga hjá henni svaraði Elísabet: „Mér finnst magnað að Hitler hafi náð svona langt, að ná að sannfæra fólk um svona mikla brenglun. Það er athyglisvert að þetta hafi náð að gerast.“

Tengir við nútímann

„Þetta snertir mig einhvernvegin voðalega djúpt,“ sagði Elísabet um heimsstyrjöldina síðari, sem hún tengir líka við ástandið í Evrópu og Mið-Austurlöndum í dag. „Það er margt svipað, kynþáttahatur og trúarbragðahatur. Þetta er svo skrýtið fyrir okkur sem búum hérna, við erum í svo mikilli bómull. Við höfum ekki upplifað þetta svo það er svo erfitt að setja sig í þessi spor.“

Til að kynnast tónlistarsmekk Elísabetar betur fengum við hana til að segja okkur hvaða átta lög verma efstu sætin á lagalistanum hennar um þessar mundir:

  • Rise Up - Andra Day
  • Formidable - Stromae
  • GMF - John Grant
  • Walk This Way - MØ
  • Óralangt í burtu - Mannakorn
  • Do It Good - Sísí Ey
  • Babe I´m Gonna Leave You - Led Zeppelin
  • Mona Lisas and Mad Hatters - Elton John
Elísabet Ormslev á sviði
Elísabet Ormslev á sviði
Elísabet ásamt Bjarka Lárussyni sem keppir einnig í The Voice
Elísabet ásamt Bjarka Lárussyni sem keppir einnig í The Voice
Elísabet er menntaður förðunarfræðingur
Elísabet er menntaður förðunarfræðingur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg