Einvígi dívanna

Elísabet Ormslev og Berglind Magnúsdóttir tókust á í einu öflugasta Voice einvígi síðastliðins föstudags, en þær sungu saman lagið Fallin með Alicia Keys. Valið um það hver færi áfram í keppninni var í höndum þjálfara þeirra, Svölu Björgvins, sem táraðist við flutninginn.

Hinir þjálfararnir fengu öll tækifæri til að segja sína skoðun á flutningnum áður en Svala kvað upp dóminn, en áttu í mestu erfiðleikum með það.

„Ég æta að sitja hjá, segja pass. Þið voruð báðar bara geðveikar! Þegar þið fóruð í keðjusönginn fór ég bara með í keðjuna,“ sagði Unnsteinn Manuel.

Helgi Björns var á sama máli. „Þið voruð frábærar báðar tvær. Þið geislið frá ykkur ánægju og mér fannst þetta frábært. Ég bara get ekki gert upp á milli ykkar.“

 „Þetta var náttúrulega gæsahúðarflutningur,“ sagði Salka Sól. „Elísabet, það er brjáluð útgeislun frá þér. Ég finn það mjög sterkt, þetta jaðrar við „girlcrush“ sem ég hef á þér, þess vegna myndi ég velja þig. En raddirnar ykkar, það er ekkert út á þær að setja!“

Það voru lítið um ráð fyrir Svölu frá hinum þjálfurunum, en það kom í hennar hlut að velja á milli dívanna sinna, eins og hún kallaði þær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg